Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?
Skoðun 3. desember 2020

Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?

Höfundur: Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Oddný Harðardóttir, varaforseti Norðurlandaráðs og Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar

Á dögunum var haldinn staf­ræni leiðtogafundurinn Choos­ing Green, í aðdraganda loftslags­viðræðna COP26 í Glasgow, sem Norræna ráðherranefndin og Norðurlöndin í Brennidepli stóðu fyrir.

Þar komu saman meira en 50 fulltrúar ungmennahreyfinga, iðnaðarins, félagslegra stofnana, félagasamtaka, vísindafólks, aðgerðarsinna í loftslagsmálum og stjórnmálafólk til að ræða græn umskipti á Norðurlöndunum í skugga kórónuveirunnar.

Áskoranir grænna umskipta

Á sex umræðufundum „Choosing Green“ var rætt um flókin málefni sem snéru að hlutverki Norðurlandanna í hnattrænum loftslagsaðgerðum og áskorunum sem snúa að því að tryggja félagslega sjálfbær græn umskipti. Árið 2020 átti að vera loftslagsárið. Hvernig virkjum við alla? Og hvernig getur norræna velferðarlíkanið orðið stuðningur, til dæmis til að ná fram félagslegu réttlæti? Afleiðingar hins nýja græna veruleika fyrir vinnumarkaðinn, samkeppnishæfni og ekki síst menntageirann var einnig meðal umræðuefna á leiðtogafundinum.

Lögð var mikil áhersla á meginregluna „Leave no one behind“ og slagsíða loftslagsáskorananna þegar kemur að þjóðfélagshópum sem eru í viðkvæmri stöðu var til umræðu á leiðtogafundinum. Einnig var bent á loftslagsspor Norðurlandanna og því velt upp hvort lífsstíll okkar sé raunverulega til eftirbreytni. Við búum við þá staðreynd í dag að 10% íbúa jarðar nota meira en helming af sameiginlegum auðlindum jarðarinnar sem er umhugsunarvert.

Allir þjóðfélagshópar með í samtalinu

Norðurlöndin standa sig vel á mörgum sviðum en það er einfaldlega ekki nóg og því verðum við að vera metnaðarfull þegar það kemur að aðgerðum vegna loftslagsvárinnar – það þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða strax. Það verður að leggja áherslu á raunverulega þátttöku ungs fólks í samtalinu og sérstaklega í ákvarðanatöku. Loftslagsváin er ekki einangrað mál heldur mál sem verður að huga að við ákvarðanatöku og stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins og brýnt að rými sé fyrir ungt fólk til þátttöku í þeirri vinnu.

Þörf er á að gæta þess að ein­stakl­ingar úr mismunandi hópum samfélagsins verði með í ákvarðana­töku í þessum málaflokki. Tryggja þarf að þegar ráðist er í kerfislægar breytingar á samfélaginu okkar í þágu loftslagsins sé jafnrétti tryggt. Við verðum að koma í veg fyrir það ójafnrétti sem hlýst af loftslagsvánni en einnig tryggja að okkar leiðir úr henni stuðli að jöfnuði. Því er hér, sem víðar, rými fyrir aukið norrænt samstarf og er ekki úr vegi að hafa lokaorðin hér eftir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar sem lét eftirfarandi orð falla á leiðtogafundinum: „Við stöndum frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum en við eigum ekki síst fjölda sameiginlegra lausna.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...