Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvernig viljum við þróa skýrsluhald í geitfjárrækt?
Mynd / Jón Eiríks
Á faglegum nótum 17. júlí 2023

Hvernig viljum við þróa skýrsluhald í geitfjárrækt?

Höfundur: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri RML

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var fjallað um aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og ýmsar lagfæringar sem gerðar voru á Heiðrúnu um leið og það var gert.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

Eins og fram kom þar er Heiðrún nú sjálfstætt skýrsluhaldskerfi sem ekki er lengur háð Fjárvís varðandi útlit og framsetningu.

Íslenski geitastofninn er stofn sem telst enn í útrýmingarhættu þó geitum hafi fjölgað á landinu síðastliðin ár. Í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn segir meðal annars að tryggja eigi að viðunandi sé haldið utan um ætternisupplýsingar, sporna við aukinni skyldleikarækt innan stofnsins, auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins og nýta stofninn með markvissum hætti svo hann öðlist hlutverk sem framleiðslukyn.

Heiðrún hefur frá 2017 haldið utan um ætterni og afdrif íslenska geitastofnsins en möguleikar á afurðaskráningu hafa verið tak- markaðir meðan kerfið var hluti af Fjárvís.

Góðar ætternisupplýsingar eru auðvitað frumskilyrði fyrir því að hægt sé að vinna að þeim markmiðum sem talin eru upp í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn en með ítarlegri skráningum væri hægt að byggja upp gagnasafn sem gæfi betri mynd af stofninum varðandi ýmsa svipfarseiginleika er snúa til dæmis að útliti, skapferli eða afurðum.

Nú þegar Heiðrún er orðið sjálfstætt kerfi og gagnagrunnur skapast tækifæri til þess að þróa kerfið og þar með skýrsluhald í geitfjárrækt þannig að það styðji betur við viðhald og uppbyggingu geitastofnsins og geitfjárræktar á Íslandi.

Á þessum tímapunkti er því mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum geitabænda og annarra sem koma að vinnu við uppbyggingu geitastofnsins varðandi áherslur í áframhaldandi þróun á Heiðrúnu. Fyrsta skrefið í þá átt er að senda út skoðanakönnun þar sem kallað er eftir sjónarmiðum skýrsluhaldara í geitfjárrækt.

Könnunin er aðgengileg í gegnum Heiðrúnu og inni í Bændatorgi og vonumst við til þess að sem flestir geitfjárræktendur taki þátt og komi þannig sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi uppbyggingu skýrsluhalds í geitfjárrækt.

Skylt efni: Heiðrún

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...