Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvernig viljum við þróa skýrsluhald í geitfjárrækt?
Mynd / Jón Eiríks
Á faglegum nótum 17. júlí 2023

Hvernig viljum við þróa skýrsluhald í geitfjárrækt?

Höfundur: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri RML

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var fjallað um aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og ýmsar lagfæringar sem gerðar voru á Heiðrúnu um leið og það var gert.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

Eins og fram kom þar er Heiðrún nú sjálfstætt skýrsluhaldskerfi sem ekki er lengur háð Fjárvís varðandi útlit og framsetningu.

Íslenski geitastofninn er stofn sem telst enn í útrýmingarhættu þó geitum hafi fjölgað á landinu síðastliðin ár. Í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn segir meðal annars að tryggja eigi að viðunandi sé haldið utan um ætternisupplýsingar, sporna við aukinni skyldleikarækt innan stofnsins, auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins og nýta stofninn með markvissum hætti svo hann öðlist hlutverk sem framleiðslukyn.

Heiðrún hefur frá 2017 haldið utan um ætterni og afdrif íslenska geitastofnsins en möguleikar á afurðaskráningu hafa verið tak- markaðir meðan kerfið var hluti af Fjárvís.

Góðar ætternisupplýsingar eru auðvitað frumskilyrði fyrir því að hægt sé að vinna að þeim markmiðum sem talin eru upp í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn en með ítarlegri skráningum væri hægt að byggja upp gagnasafn sem gæfi betri mynd af stofninum varðandi ýmsa svipfarseiginleika er snúa til dæmis að útliti, skapferli eða afurðum.

Nú þegar Heiðrún er orðið sjálfstætt kerfi og gagnagrunnur skapast tækifæri til þess að þróa kerfið og þar með skýrsluhald í geitfjárrækt þannig að það styðji betur við viðhald og uppbyggingu geitastofnsins og geitfjárræktar á Íslandi.

Á þessum tímapunkti er því mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum geitabænda og annarra sem koma að vinnu við uppbyggingu geitastofnsins varðandi áherslur í áframhaldandi þróun á Heiðrúnu. Fyrsta skrefið í þá átt er að senda út skoðanakönnun þar sem kallað er eftir sjónarmiðum skýrsluhaldara í geitfjárrækt.

Könnunin er aðgengileg í gegnum Heiðrúnu og inni í Bændatorgi og vonumst við til þess að sem flestir geitfjárræktendur taki þátt og komi þannig sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi uppbyggingu skýrsluhalds í geitfjárrækt.

Skylt efni: Heiðrún

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f