Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hver eru gæði byggs í ökrum bænda?
Á faglegum nótum 29. ágúst 2022

Hver eru gæði byggs í ökrum bænda?

Höfundur: Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson.

Landbúnaðarháskóli Íslands, í umboði matvælaráðuneytisins, mun vinna að og leggja fram aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar á Íslandi.

Einn af verkþáttum verkefnisins er að greina gæði þess korns sem ræktað er á Íslandi. Við óskum því eftir að bændur sendi sýni af korni úr ökrum sínum eftir þreskingu í haust, um það bil þrjár lúkur.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson.
Hrannar Smári Hilmarsson.

Markmiðið með þessu er að greina gæði korns sem ræktað er hér á landi. Greint verður þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, að þessu sinni verða sýni ekki efnagreind. Þessa eiginleika er tiltölulega einfalt að mæla þó að best sé að gæta samræmis í mælingum og því er óskað eftir því að bændur sendi sýni á fræstofu Jarðræktarmiðstöðvarinnar. Að auki verða kornsýnin sigtuð og flokkuð í stærðir yfir 2,5 mm, minni en 2,5 mm en stærri en 2,2 mm og minna en 2,2 mm.

Með þessum upplýsingum verður hægt að þróa gæðaflokka korns, til dæmis í þrjá flokka. Fyrsta flokks hefði háa þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, hátt hlutfall korns yfir 2,5 mm og aðeins brot undir 2,2 mm. Ef korn í fyrsta flokki sýnir hátt spírunarhlutfall, um 95%, er hægt að prófa það frekar fyrir öðrum viðmiðum og athuga hvort það gæti flokkast sem maltbygg með tilheyrandi möguleikum til verðmætasköpunar í drykkjarvöruframleiðslu. Annars ætti fyrsta flokks korn að vera eftirsótt svínafóður. Annar flokkur samanstendur af korni sem er af háum gæðum en nær ekki í fyrsta flokk. Slíkt korn getur vel hentað sem svínafóður eða afburðafóður fyrir nytháar kýr. Þriðji flokkur er það korn sem stenst ekki kröfur efri flokka og nýtist þá fyrst og fremst sem fóður fyrir kýr og gripi í uppeldi.

Með þessum upplýsingum er hægt að aðlaga gæðaflokka korns hér á landi fyrir mögulegt kornsamlag, og fá heildarmynd af gæðum korns sem ræktað er hér á landi.

Áhugavert væri að bera saman niðurstöður úr yrkjatilraunum Jarðræktarmiðstöðvarinnar við raunir bænda við ræktun byggs. Niðurstöður yrkjatilrauna verða að sýna sterka fylgni við niðurstöður úr ökrum bænda ef það á að nýta fyrirkomulagið í yrkjaprófunum og kynbótum.

Í fyrra, árið 2021, tóku starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvarinnar sýni úr örfáum kornökrum um landið. Skemmst er frá því að segja að besta kornið kom úr Eyjafjarðarsveit þar sem þúsundkornaþyngd var 42 g, rúmþyngd 73 g/dl og spírunarhlutfall allt að 100%.

Til þess að taka þátt í verkefninu þurfa bændur að taka sýni úr ökrum eftir þreskingu. Þar sem kornið er þurrkað má senda slíkt korn beint, en þar sem kornið er ekki þurrkað þarf að þurrka sýnið áður en það er sent. Þetta er hægt að gera í örbylgjuofni eða bakarofni. Ef kornið hefur ekki náð 85% þurrrefnishlutfalli, þá hitnar fljótt í því og það tekur að mygla. Slíkt sýni er ekki til neins að greina. Tilgreina skal að minnsta kosti frá hvaða bæ sýnið kemur og helst hvaða yrki var ræktað ásamt tölvupóstfangi svo að hægt sé að koma niðurstöðunum til skila. Best væri ef fleiri upplýsingar fylgdu sýnunum; spildunúmer, jarðvegsgerð, áburðarskammtar, uppskera, sáðdagur, uppskerudagur og úðunarmeðferð.

Niðurstöður greininga verða sendar bændum til upplýsinga. Að öðru leyti verður niðurstöðunum gerð skil án tengingar við bæi. Með leyfi ræktenda verður besta kornsýni landsins kynnt og bestu sýni hvers landshluta.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar má fá í gengum tölvupóst, hrannar@lbhi.is, eða í síma 843-5385.

Ákall til bænda að senda sýni úr ökrum í haust til:

Landbúnaðarháskóli Íslands Jarðræktarmiðstöð Hvanneyri, 311, Borgarbyggð

Skylt efni: kornhorn | bygg

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...