Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hver er jólaréttur Íslendinga?
Á faglegum nótum 22. desember 2022

Hver er jólaréttur Íslendinga?

Nú, í síðasta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári, er þess virði að líta til þess hvaða kjöt fólk kýs einna helst að borða yfir hátíðarnar og í aðdraganda þeirra. Ef ímynd jólanna stenst ættu tölur yfir sölu og innflutning að sýna að kjötát aukist yfir hátíðarnar og að aðallega myndi aukningin skiptast á lambakjöt og svínakjöt þar sem þetta er tíminn þar sem fólk seðjar hungrið með hamborgarhrygg, purusteik og hangikjöti.

En ef rýnt er í tölurnar þá sést að í desember undanfarinna þriggja ára selst minna af kjöti en í meðalmánuði. Meðalneysla desembermánaðar er 2.305 tonn en meðaltal ársins er 2.564,2 tonn. Þetta er 10% samdráttur frá meðaltali kjötneyslu á landinu.

Einnig er áhugavert að sjá að ekki er hægt að treysta á að sala svínakjöts eða kindakjöts aukist í desember. Hér er stuðst við sölu áranna 2020 og 2021 og sést þá að árið 2020 var kindakjötssala í desember rétt undir meðaltali en árið 2021 var hún rétt yfir meðaltali. Öfugt er farið með svínakjötið. Þar er salan rétt yfir meðaltali árið 2020 en undir því 2021. Þegar horft er yfir töflur sem sýna frávik frá meðal mánaðarsölu sést að fyrir utan lambakjöts- og hrossakjötssölu rétt eftir sláturtíð á haustin, og samdrátt í mánuðunum fram að því, er lítið hægt að reiða sig á árstíðabundna söluaukningu í einstaka kjötflokkum, þó fyrir utan það að í desember áranna tveggja í þessu úrtaki dró úr sölu bæði alifugla- og nautakjöts.

6 myndir:

Skylt efni: hagtölur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...