Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Mynd / Darla Hueske
Utan úr heimi 8. maí 2024

Hveitiframleiðendum fækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölda hveitiframleiðenda í Bandaríkjunum hefur fækkað um 40% á tuttugu árum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu.

Árið 2002 var heildarfjöldi hveitiframleiðenda 169.528 talsins en voru orðnir 97.014 árið 2022. Á sama tíma hefur framleiðslan minnkað ár frá ári og hektarafjöldi ræktunarsvæða jafnframt dregist saman. Framleitt var á 56 milljónum hektara árið 2008-2009 en hektarafjöldinn var kominn niður í 35,5 milljónir árið 2022-2023.

Fram kemur í frétt miðilsins Successful Farming að ástæður samdráttar í hveitiframleiðslu séu m.a. raktar til minni notkunar hveitis í skiptiræktun sem eru að verða undir gagnvart verðmætari afurðum svo sem maís og soja.

Þannig hefur arðbærni maíss tvöfaldast á milli áranna 2017 og 2022 á meðan hún óx aðeins um rúma tvo dollara að raunvirði í hveitiframleiðslu.

Flestir hveitiframleiðendur eru staðsettir í Kansas-ríki, Norður-Dakóta og Ohio.

Skylt efni: hveitiframleiðsla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...