Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Mynd / Darla Hueske
Utan úr heimi 8. maí 2024

Hveitiframleiðendum fækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölda hveitiframleiðenda í Bandaríkjunum hefur fækkað um 40% á tuttugu árum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu.

Árið 2002 var heildarfjöldi hveitiframleiðenda 169.528 talsins en voru orðnir 97.014 árið 2022. Á sama tíma hefur framleiðslan minnkað ár frá ári og hektarafjöldi ræktunarsvæða jafnframt dregist saman. Framleitt var á 56 milljónum hektara árið 2008-2009 en hektarafjöldinn var kominn niður í 35,5 milljónir árið 2022-2023.

Fram kemur í frétt miðilsins Successful Farming að ástæður samdráttar í hveitiframleiðslu séu m.a. raktar til minni notkunar hveitis í skiptiræktun sem eru að verða undir gagnvart verðmætari afurðum svo sem maís og soja.

Þannig hefur arðbærni maíss tvöfaldast á milli áranna 2017 og 2022 á meðan hún óx aðeins um rúma tvo dollara að raunvirði í hveitiframleiðslu.

Flestir hveitiframleiðendur eru staðsettir í Kansas-ríki, Norður-Dakóta og Ohio.

Skylt efni: hveitiframleiðsla

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f