Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvatning til kvenna í landbúnaði
Fréttir 22. desember 2022

Hvatning til kvenna í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nýsköpunarverðlaun fyrir konur í landbúnaði í Evrópusambandinu fóru fyrst fram árið 2010 en þeim var ætlað að varpa ljósi á hundruð nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverju ári í Evrópu af konum í landbúnaði.

Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, halda utan um verðlaunin en á næsta ári verða þau veitt í sjöunda sinn og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á heimasíðunni womenfarmersaward.eu

Yfirskrift verðlaunanna í ár er; „Hún getur ekki verið það ef hún sér það ekki!“ og er einnig ætlað að hvetja fleiri konur til að taka þátt í landbúnaði. Framtíðarsýn fyrir dreifbýli verður í fararbroddi í tengslum við verðlaunin. Vilja Copa Cogeca viðurkenna starfið sem konur hafa frumkvæði að á landsbyggðinni og jákvæð áhrif þeirra þvert á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti á nærsamfélag sitt.

Haft var eftir Lotta Folkesson, einum aðstandenda verðlaunanna hjá Copa, að markmið þeirra sé tvíþætt; annars vegar að skapa vettvang til að varpa ljósi á hvernig konur taka þátt í landbúnaðargeiranum, hvort sem þær eru bændur, verkfræðingar eða vísindamenn. Hins vegar snúast verðlaunin um að skapa fyrirmyndir og hvetja fleiri konur til að velja sér starfsframa í landbúnaði. Frestur til að skila inn tillögum að verðlaunahöfum er til 31. mars 2023 en verðlaunaathöfnin fer fram í október á næsta ári.

Skylt efni: konur í landbúnaði

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...