Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvatning til kvenna í landbúnaði
Fréttir 22. desember 2022

Hvatning til kvenna í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nýsköpunarverðlaun fyrir konur í landbúnaði í Evrópusambandinu fóru fyrst fram árið 2010 en þeim var ætlað að varpa ljósi á hundruð nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverju ári í Evrópu af konum í landbúnaði.

Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, halda utan um verðlaunin en á næsta ári verða þau veitt í sjöunda sinn og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á heimasíðunni womenfarmersaward.eu

Yfirskrift verðlaunanna í ár er; „Hún getur ekki verið það ef hún sér það ekki!“ og er einnig ætlað að hvetja fleiri konur til að taka þátt í landbúnaði. Framtíðarsýn fyrir dreifbýli verður í fararbroddi í tengslum við verðlaunin. Vilja Copa Cogeca viðurkenna starfið sem konur hafa frumkvæði að á landsbyggðinni og jákvæð áhrif þeirra þvert á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti á nærsamfélag sitt.

Haft var eftir Lotta Folkesson, einum aðstandenda verðlaunanna hjá Copa, að markmið þeirra sé tvíþætt; annars vegar að skapa vettvang til að varpa ljósi á hvernig konur taka þátt í landbúnaðargeiranum, hvort sem þær eru bændur, verkfræðingar eða vísindamenn. Hins vegar snúast verðlaunin um að skapa fyrirmyndir og hvetja fleiri konur til að velja sér starfsframa í landbúnaði. Frestur til að skila inn tillögum að verðlaunahöfum er til 31. mars 2023 en verðlaunaathöfnin fer fram í október á næsta ári.

Skylt efni: konur í landbúnaði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...