Hvar er myndin tekin?
Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að geta sér til um stað sem loftmynd birtist af.
Í þessum bæ var kvennaskóli á árunum 1901-1978. Nú er þar þekkingarsetur tileinkað textíl. Mjólkurbúið á staðnum framleiddi appelsínusafa sem hét eftir ánni sem rennur í gegnum þorpið. Loftmyndin er frá sumrinu 2023.
Svar: Blönduós.
Slóð á map.is: https://www.map.is/base/@441112,574070,z10,0
