Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Menning 10. ágúst 2023

Hvanneyrarhátíð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ærið verður um að vera á Hvanneyri aðra helgina í ágúst, en laugar- daginn þann tólfta verður hin sívinsæla Hvanneyrarhátíð haldin á milli kl. 13–17.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans, mun setja hátíðina kl. 13.30 á kirkjutröppunum en í kirkjunni má hlýða á ljúfa tóna yfir daginn. Þar munu Reynir del Norte, einn helsti fulltrúi spænsks gítarleiks á Íslandi, og Þórarinn Torfi, gítarleikari og söngvaskáld , flytja nokkur lög hvor.

Landbúnaðarsafn Íslands býður gestum að líta við án endurgjalds og verða gamlar dráttarvélar og annað áhugavert til sýnis fyrir utan. Einnig verður boðið upp á andlitsmálun og geta ungir sem aldnir tekið þátt í leikjum og sprelli á vegum Ungmennafélagsins Íslendings. Keppt verður í dráttarvélaakstri eins og vani er, merk saga Frúargarðsins verður sögð auk þess sem gestir geta séð sýninguna „Konur í landbúnaði í 100 ár“ á lofti Halldórsfjóss. Hægt verður að gæða sér á veitingum í Skemmunni kaffihúsi og Kvenfélagið 19. júní verður einnig með veitingasölu. Þá verður markaður í hlöðunni með handverk og góðgæti beint frá býli og opið fjós hjá Hvanneyrarbúinu sem gaman er að heimsækja. Þá sýnir Álfheiður Marinósdóttir, kennslustjóri LbhÍ, býflugnabúin sín og hægt verður að horfa á gömul myndbrot í sögu og viðburðum frá Hvanneyri.

Dagskránni lýkur kl. 17 en kl. 20 verður brekkusöngur á kirkjuhólnum ef veður leyfir, annars þenja gestir og gangandi raddbönd sín í hlöðu Halldórsfjóss. Fyrir sundglaða má minna á að Hreppslaug er opin til klukkan 22.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...