Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvammshlíðardagatalið
Menning 13. desember 2023

Hvammshlíðardagatalið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, gefur út sitt skemmtilega dagatal í sjötta sinn.

Almanakið er í stóru broti og inniheldur fróðleik og ljósmyndir. Hver síða er ríkulega myndskreytt, ýmist með myndum frá sveitalífinu í Hvammshlíð, eða eldri myndum sem Karólína fékk sendar úr myndasöfnum héðan og þaðan. Með hverjum mánuði fylgir upplýsingasíða þar sem ólíkum þemum eru gerð skil. Þar má nefna ferðalög á árum áður, engjaheyskap, göngur á haustin, gjóskulög og fleira áhugavert.

Dagatalinu fylgir þéttskrifaður sex síðna viðauki í A4 broti. Þar er farið yfir sögu gamalla almanaksdaga, gömlu íslensku mánaðanna og annarra tímabila sem ekki eru í almennri notkun. Þá eru skýringar á fjölmörgum mælieiningum sem hafa dottið úr notkun, eins og alin, eykt eða pottur. Karólína hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir frumkvöðlastarf sitt í riðurannsóknum í íslensku sauðfé. Hún býr á innsta bænum í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu, skammt frá Þverárfellsvegi. Í dagatalinu eru myndir af íbúunum í Hvammshlíð, það er Karólínu, hverjum smalahundi, hesti og kind. Dagatalið er hægt að fá á ýmsum stöðum, eða beint frá Karólínu.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f