Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvammshlíðardagatalið
Menning 13. desember 2023

Hvammshlíðardagatalið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, gefur út sitt skemmtilega dagatal í sjötta sinn.

Almanakið er í stóru broti og inniheldur fróðleik og ljósmyndir. Hver síða er ríkulega myndskreytt, ýmist með myndum frá sveitalífinu í Hvammshlíð, eða eldri myndum sem Karólína fékk sendar úr myndasöfnum héðan og þaðan. Með hverjum mánuði fylgir upplýsingasíða þar sem ólíkum þemum eru gerð skil. Þar má nefna ferðalög á árum áður, engjaheyskap, göngur á haustin, gjóskulög og fleira áhugavert.

Dagatalinu fylgir þéttskrifaður sex síðna viðauki í A4 broti. Þar er farið yfir sögu gamalla almanaksdaga, gömlu íslensku mánaðanna og annarra tímabila sem ekki eru í almennri notkun. Þá eru skýringar á fjölmörgum mælieiningum sem hafa dottið úr notkun, eins og alin, eykt eða pottur. Karólína hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir frumkvöðlastarf sitt í riðurannsóknum í íslensku sauðfé. Hún býr á innsta bænum í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu, skammt frá Þverárfellsvegi. Í dagatalinu eru myndir af íbúunum í Hvammshlíð, það er Karólínu, hverjum smalahundi, hesti og kind. Dagatalið er hægt að fá á ýmsum stöðum, eða beint frá Karólínu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...