Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f