Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Mynd / Halla Eygló
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir og aðbúnað bænda á Íslandi.

Valgerður Friðriksdóttir

Könnunin er hluti af undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni við sálfræðideild Háskólans á Akureyri þar sem hún ætlar meðal annars að skoða hvernig bændur meta andlega heilsu sína og hvað hefur áhrif á líðan þeirra. Helsti hvatinn að þessari vinnu Valgerðar er skýrslan Líðan og seigla íslenskra bænda sem kom út í febrúar. Þar kom fram að bændur séu líklegri til að upplifa einkenni streitu en aðrar stéttir.

Við lestur skýrslunnar vöknuðu fjölmargar spurningar hjá Valgerði og vill hún kanna nánar hverjir áhrifaþættirnir eru til þess að hægt sé að vinna að lausnum. Rannsóknarspurningin hefur ekki verið fullkomlega mótuð, en Valgerður reiknar með að fá skýrari mynd á hana þegar hún verður búin að vinna úr gögnum könnunarinnar.

Meðal fyrstu niðurstaðnanna í könnun Valgerðar kemur fram að stór hluti bænda sem hefur svarað býr á jörð þar sem sama ættin hefur verið í búskap lengur en í öld. Valgerður vill kanna hvort og hvaða áhrif það gæti haft á líðan bænda að vera með vinnu margra kynslóða á undan sér í fanginu.

Rétt rúmur helmingur starfandi bænda sem hafa svarað þykir umræðan um landbúnað vera frekar neikvæð. Samkvæmt gögnunum sem Valgerður hefur nú þegar safnað dregur neikvæð umræða úr samstöðu og eykur félagslega einangrun innan bændastéttarinnar. Valgerður er yfirleitt kölluð Vala og stundar búskap ásamt eiginmanni sínum á Gunnarsstöðum 5 í Þistilfirði. Könnunin er ennþá opin og hefur Valgerður auglýst hana í Facebook-hópum bænda.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...