Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Mynd / Halla Eygló
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir og aðbúnað bænda á Íslandi.

Valgerður Friðriksdóttir

Könnunin er hluti af undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni við sálfræðideild Háskólans á Akureyri þar sem hún ætlar meðal annars að skoða hvernig bændur meta andlega heilsu sína og hvað hefur áhrif á líðan þeirra. Helsti hvatinn að þessari vinnu Valgerðar er skýrslan Líðan og seigla íslenskra bænda sem kom út í febrúar. Þar kom fram að bændur séu líklegri til að upplifa einkenni streitu en aðrar stéttir.

Við lestur skýrslunnar vöknuðu fjölmargar spurningar hjá Valgerði og vill hún kanna nánar hverjir áhrifaþættirnir eru til þess að hægt sé að vinna að lausnum. Rannsóknarspurningin hefur ekki verið fullkomlega mótuð, en Valgerður reiknar með að fá skýrari mynd á hana þegar hún verður búin að vinna úr gögnum könnunarinnar.

Meðal fyrstu niðurstaðnanna í könnun Valgerðar kemur fram að stór hluti bænda sem hefur svarað býr á jörð þar sem sama ættin hefur verið í búskap lengur en í öld. Valgerður vill kanna hvort og hvaða áhrif það gæti haft á líðan bænda að vera með vinnu margra kynslóða á undan sér í fanginu.

Rétt rúmur helmingur starfandi bænda sem hafa svarað þykir umræðan um landbúnað vera frekar neikvæð. Samkvæmt gögnunum sem Valgerður hefur nú þegar safnað dregur neikvæð umræða úr samstöðu og eykur félagslega einangrun innan bændastéttarinnar. Valgerður er yfirleitt kölluð Vala og stundar búskap ásamt eiginmanni sínum á Gunnarsstöðum 5 í Þistilfirði. Könnunin er ennþá opin og hefur Valgerður auglýst hana í Facebook-hópum bænda.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...