Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Mynd / ál
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

„Þetta er alltaf hjá syni mínum og það er hamborgar- hryggur. Hann er búinn að finna system til að elda þetta á grillinu. Þetta er svolítið bragðmeira.“ Sigrún Gísladóttir.

„Það er hreindýrakjöt af því ég er búinn að veiða hreindýr í mörg ár og það er vel við hæfi að borða það.“ Ásmundur Guðnason.

„Yfirleitt fæ ég mér bara svínahrygg af því að mamma og pabbi velja það.“ Bjarki Hrafn Ívarsson.

„Hangikjöt og meðlæti. Í forrétt erum við með hreindýrapaté og í eftirrétt er oftast ís. Þetta er gömul hefð frá heimilum foreldra minna.“ Kristín Ósk Magnúsdóttir.

„Forrétturinn er humarsúpa. Síðan er aðalrétturinn hamborgarhryggur. Svo erum við oftast með bollakökur í eftirrétt með heimagerðum ís. Þetta hefur alltaf verið borðað á mínu heimili.“ Ísak Pétursson.

„Það verður humar og beef wellington. Af því ég er orðinn leiður á svínakjötinu.“ Árni Björn Ingvarsson.

„Við borðum kjúkling í tómatasósu frá El Salvador, þaðan sem ég kem. Við gerum einnig brauð og berum fram salat, kúrbít og tómata.“ Sofia Galdamez.

„Ég er með purusteik að norskum sið. Það er af því að þegar ég byrjaði að búa bjó ég úti í Noregi og datt ekkert annað í hug.“ Sigurjón Hallgrímsson.

„Ég held að það sé hryggur. Mamma og pabbi velja það.“ Óskar Freyr Böðvarsson.

„Það verða sennilega rjúpur í jólamatinn. Það er gamall vani.“ Skúli Guðmundsson.

„Það er ekki alveg búið að ákveða það. Við erum alltaf með mismunandi. Líklega nautalund.“ Sesselía Dagbjört Gunnarsdóttir.

„Ég er mjög hrifinn af sveppasúpu sem er algeng í Póllandi. Mig langar líka í hamborgarhrygg, en ég hef aldrei prófað íslenskan jólamat.“ Matheus Krawczuk.

15 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...