Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dæmi um lífræna matarafganga í bokashi-tunnu.
Dæmi um lífræna matarafganga í bokashi-tunnu.
Á faglegum nótum 24. maí 2023

Hvað er Bokashi?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bokashi er loftfirrt verkun á lífrænu sorpi, laus við lyktarmengun. Með þar til gerðum tunnum, örverum og réttu vinnulagi tekur nokkrar vikur fyrir sorpið að verða að nothæfum lífrænum áburði.

Í stuttu máli snýst bokashi um að súrsa matarafganga og annað heimilissorp. Gerjunin sem á sér stað á margt sameiginlegt með verkun á votheyi. Til að nýta þessa aðferð þarf þar til gerðar bokashi tunnur. Þær eru eins og lítill súrheysturn; loftþéttar, með fölskum botni og rými fyrir vökvann sem lekur frá sorpinu. Á botninum er ventill til að tappa af vökvanum eftir þörfum. Uppruni verkunaraðferðarinnar er talinn koma frá Austurlöndum fjær og er orðið dregið úr japönsku. Á því tungumáli þýðir bokashi „gerjað lífrænt efni“.

Samanborið við margar aðrar aðferðir við að jarðgera lífrænt sorp, er bokashi nánast lyktarlaus. Einungis kemur óþefur rétt á meðan tunnan er opnuð og þá sérstaklega ef gerjunin hefur misheppnast. Matarafgöngunum er sturtað í tunnuna einu sinni á dag. Jafna þarf hvert lag og þjappa til að minnka aðgengi súrefnis. Gott er að vera með ílát til að safna matarafgöngum yfir daginn og bæta á tunnuna einu sinni á sólarhring. Bokashi mjöli er sáldrað yfir hvert lag, en það er klíð smitað með gerlunum sem koma réttri verkun af stað.

Hægt er að nota svo gott sem alla matarafganga sem hráefni í bokashi. Til þess að massinn verði sem þéttastur er rétt að búta niður stórar einingar. Ekki er mælt með að setja mikinn vökva, olíu og maíspoka. Matvæli sem eru mjög mygluð geta jafnframt spillt verkuninni.

Með tímanum lekur vökvi í gegnum sigtið í botninum. Safinn inniheldur mikið köfnunarefni og er hægt að nýta hann til þriggja hluta, eða skola í niðurfall. Í fyrsta lagi er hægt að þynna hann út og nota sem áburð. Hlutföllin eru einn hluti safa á móti eitt til tvö hundruð hlutum af vatni. Í öðru lagi er hægt að taka vökvann óþynntan og drepa með honum illgresi. Í þriðja lagi er hægt að setja vökvann óþynntan í niðurfall og losa stíflur.

Þegar tunnan er full er hún tekin til hliðar og matarafgöngunum gefinn tími til að súrsast í tvær vikur við stofuhita. Á meðan þarf að hafa aðra tunnu til taks og fylla á meðan sú fyrri fær að bíða. Að gerjunartímanum liðnum er hægt að taka sorpið og setja í moltutunnu eða grafa í beð og þekja með mold. Þar brotnar hráefnið niður á skömmum tíma og nýtist sem lífrænn áburður í garðrækt.

Tilraunir hafa verið gerðar hér á landi við að verka lífrænan úrgang sem fellur til í búskap sem áburð á tún. Þá er honum safnað í stæður utandyra, sem lokað er fyrir með plastdúk – svipað og við verkun heys í útistæður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...