Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvað er ... Fosfór?
Á faglegum nótum 5. júlí 2023

Hvað er ... Fosfór?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fosfór er frumefni númer 15 í lotukerfinu, með efnatáknið P. Hann er nauðsynlegur öllum lífverum og eitt mikilvægasta áburðarefnið.

Fosfór er mjög hvarfgjarn og finnst ekki í náttúrunni nema í efnasambandi við önnur frumefni. Algengasta birtingamynd hans er á formi fosfats, sem er efnasamband fosfórs og súrefnis. Jafnframt er hann í öllum lifandi frumum. Við stofuhita er hreinn hvítur fosfór með vaxkennda áferð og glóir í myrkri.

Fosfór var fyrst uppgötvaður af þýska gullgerðarmanninum Henning Brand árið 1669. Fosfór er þrettánda frumefnið sem var uppgötvað, en fram að uppgötvun Brand hafði ekkert nýtt frumefni verið einangrað frá fornöld. Við rannsóknir sínar eimaði hann þvag, sem inniheldur fosfór í miklu magni. Markmið hans var ekki að einangra fosfór, heldur að finna aðferð til að búa til viskustein.

Fosfór gegnir mikilvægu hlutverki í kjarnsýrum, eins og í erfðaefninu DNA. Einnig er fosfór í fosfólípðum, sem er sérstök gerð fituefna sem mynda meginuppistöðu allra frumuhimna. Jafnframt er Fosfór í ATP, sem er orkumiðill fruma.

Fosfór er nauðsynlegt áburðarefni í landbúnaði, þar sem hann nýtist plöntum til orkuflutnings, uppbyggingu rótarkerfis og sprota, ljóstillífunnar, myndum fræja o.fl. Fosfór getur bundist fast í jarðvegi og verið óaðgengilegur plöntum, en á það sérstaklega við í eldfjallajarðvegi, eins og á Íslandi. Það getur leitt til fosfórsskorts í plöntum – þó efnið sé sannarlega til staðar.

Fosfórsbirgðir heimsins eru af skornum skammti, á meðan eftirspurn eykst með aukinni landbúnaðarframleiðslu. Talið er að hann gæti klárast fyrir lok 21. aldarinnar. 95 prósent þess fosfórs sem seldur er á heimsmarkaði er notaður til áburðarframleiðslu.

Stærstu námur heims er að finna í Kína, Marokkó, Bandaríkjunum og Rússlandi. Eftir að viðskiptahömlur voru settar á Rússland hafa Evrópuþjóðir þurft að flytja inn stærstan hluta síns fosfórs frá Marokkó. Stærstu fosfórsnámur Evrópusambandsins eru í Finnlandi, en það land nær þó ekki inn á topp tíu listann yfir stærstu framleiðendur.

Dýr þurfa að taka upp sinn fosfór í gegnum fæðu, en hann finnst í einhverju magni í flestum mat. Meira magn fosfórs er í dýraafurðum en flestum plöntuafurðum. Líkaminn á jafnframt auðveldara með að taka upp þann fosfór sem er í dýraafurðum, samanborið við grænmeti. Fræ, hnetur og blaðgrænmeti eru meðal þeirra plöntuafurða sem innihalda fosfór í miklu magni. Það sama á við um mjólkurvörur.

Ráðlagður dagskammtur fullorðins manns er 800 millígrömm. Vegna þess hversu mikið fæst af fosfór úr fæðu er lítil hætta á að uppfylla ekki þessa þörf. Mikilvægt er að halda sama hlutfalli kalks og fosfórs, en við ofgnótt síðarnefnda efnisins er hætt við að líkaminn fórni kalki úr beinunum til að geta geymt fosfórinn.

Fosfór er oft bætt í matvöru til að ná fram ákveðnum eiginleikum hvað varðar bragð eða áferð. Í gosdrykkjum er fosfórsýra notuð til að gefa súrt og frískandi bragð.

Fosfór er mjög eldfimur, og ef kviknar í honum er nær ómögulegt að slökkva eldinn. Fosfórsprengjur voru notaðar í sprengjuárásum bandamanna á Þýskaland í seinna-stríði.

Heimildir: Wikipedia, Vísindavefurinn, Investingnews og Ólafur Gestur Arnalds.

Skylt efni: fosfór

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...