Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.
Stærðir:

S M L

Efni:

100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex

Prjónar:

Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6

Aðferð:

Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring

Húfan:

Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.

Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:

Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.

Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.

Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.

Skylt efni: húfa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...