Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Húsfyllir í Hömrum

Höfundur: smh

Það var húsfyllir í Hömrum í Hofi í dag á ráðstefnu sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins, í tengslum við ársfund sinn.

Þar var fjallað um efnið frá mismunandi sjónarhornum, meðal annars um
nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.
 
Fyrirlesarar voru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður, sem fluttir erindið Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?, Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ, flutti erindið Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar og Oddný Anna Björnsdóttir verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni, flutti erindið Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð.
 
Eftir kaffihlé flutti Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur erindið Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun, Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli flutti erindið Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni, Brynjar Már Karlsson sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel flutti erindið Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda.
 
Pallborðsumræður voru fyrir kaffihlé og að erindum loknum.
 
Ráðstefnustjóri var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...