Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hurlimann – svissneskur gæðatraktor
Á faglegum nótum 3. júní 2016

Hurlimann – svissneskur gæðatraktor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneski bóndasonurinn Hans Hurlimann ól ungur með sér þann draum að létta föður sínum lífið við bústörfin. Hans lærði vélaverkfræði og stofnaði fyrirtæki og hóf framleiðslu á dráttarvélum.

Fyrirtækið sem var stofnað 1929 fékk ættarnafnið Hurlimann og með heimilisfesti í Wil, St. Gallen í Sviss. Fyrstu traktorarnir voru með ein strokka bensínvél og alls 416 slíkir framleiddir. Margar af fyrstu týpunum voru hannaðar fyrir svissneskt landslag og margar hverjar með fjórhjóladrifi löngu áður en slíkt varð almennt meðal dráttarvélaframleiðenda.

Rekstur fyrirtækisins fór vel af stað og dráttarvélarnar urðu vinsælar hjá bændum, í iðnaði og ekki síst hjá hernum. Orðspor vélanna barst til nágrannalandanna og innan nokkurra ára var fyrirtækið farið að flytja út traktora.

Stefnt á alþjóðlegan markað

Árið 1937 setti fyrirtækið á markað týpu sem fékk heitið 4DT45. Dráttarvélin sú var með fjögurra strokka dísilvél og ætluð til útflutnings á alþjóðlegan markað. Seinni heimsstyrjöldin setti strik í reikninginn og vegna skorts á dísil og bensíni var mótor Hurlimann dráttarvélanna breytt þannig að þær gengu fyrir kolagasi.

Framleiðslan dróst saman en á sama tíma var unnið að endurbótum á gírkassanum og tilraunir gerðar með loftfyllta gúmmíhjólbarða til að gera dráttarvélarnar þægilegar.

Að styrjöldinni lokinni jók fyrirtækið framleiðsluna að nýju og náði fljótlega fyrri markaðshlutdeild og hóf útflutning að nýju. D600 týpan naut feikimikilla vinsælda, sérstaklega í Argentínu, í lok fimmta áratugarins. Reyndar seldist D600 týpan svo vel um alla Suður-Ameríku að stór hluti framleiðslunnar var eyrnamerktur heimsálfunni.

D-týpur

Árið 1959 setti Hurlimann á markað D90 týpuna sem átti eftir að verða allra vinsælasta dráttarvélin sem fyrirtækið framleiddi. Traktorinn þótti í alla staði fyrirtak. Hann var þægilegur í akstri, vélin sterk og gírkassinn lipur. D90 týpan var að öllu leyti hönnuð og smíðuð af Hurlimann-verksmiðjunni.
Í byrjun sjötta áratugarins var D 800 vélin sett í framleiðslu en hún var einungis ætluð til útflutnings.

Gæði fram yfir magn

Sagan segir að Hans Hurli­mann hafi verið fyrsta flokks sölumaður og hann hafi fremur lagt áherslu á gæði en magn þegar kom að framleiðslu dráttarvéla undir hans nafni.

Ákveðinn fjöldi ársframleiðslunnar var einungis ætlaður fyrir markað í Sviss og var einstaklega vel til þeirra vandað og voru þær á sínum tíma sagðar bestu dráttarvélar í heimi.

Sameinað SAME

Árið 1976 keypti ítalski dráttarvélaframleiðandinn SAME framleiðsluréttinn á Hurlimann og varð fyrirtækið hluti af S-L-H, eða  SAME-Lamborghini-Hurlimann. Í dag er það fyrirtæki hluti af SAME Deutz-Fahr.

Hurlimann-traktorarnir voru upphaflega gráir á litinn, síðan grænir en dráttarvélarnar sem kallast Hurlimann í dag eru silfurlitaðar.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Hurlimann

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...