Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun.

Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020.

Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlauna­gripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyrir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...