Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Að þessu sinni tóku um hundrað hross og knapar þátt í hópreið með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í broddi fylkingar. Hestamennirnir komu frá 46 hestamannafélögum, mörg langt að og var fagnað af mannfjölda í áhorfendabrekku Víðidals. Mikill fjöldi barna og fáka þeirra tók þátt í viðburðinum.

Landsmót hestamanna var nú haldið í tuttugasta og fimmta sinn en þetta er í fjórða skipti sem það fer fram í höfuðborginni. Það var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.

Um 800 hross komu fram á mótinu í keppni, kynbótadómi og ræktunarbússýningum og hópreiðinni. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur yfir helgina og var það mál manna að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð að þessu sinni.

9 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...