Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar
Líf og starf 3. janúar 2020

Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannveran eftir Maxím Gorkí er rúmlega hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar sem var samið í aðdraganda rússnesku byltingarinnar. Ljóðið er eitt af fyrstu útgefnum verkum Gorkí.

Þýðandi er myndlistarkonan Freyja Eilíf. Freyja er fædd árið 1986 og dvaldi í Rússlandi í ár á táningsaldri og lærði rússnesku og hefur hún unnið að þýðingu verksins í rúman áratug. Útgefandi er Skriða bókaútgáfa.

Freyja Eilíf.


Freyja segir að Maxím Gorkí, sem var uppi 1868 til 1936, sé best þekktur fyrir félagslegt raunsæi í rússneskum bókmenntum og að ljóðið Mannveran sem kom út árið 1903 sé eitt af hans fyrstu útgefnu verkum.


Sagt er um Gorkí að hann hafi alist upp á hliðargötum lífsins og að hann hafi veitt heiminum ógleymanlega innsýn í líf og tilveru rússneskrar alþýðu, reiði og ástríður, um þarsíðustu aldamót og í aðdraganda rússnesku byltingarinnar,

Auk þess að leggja stund á myndlist og þýðingar rekur Freyja Skynlistasafnið í Þingholtunum. Útgáfunni verður fagnað í Holti, Menningarsetri á Hvammstanga, þann 19. desember og í Skynlista­safninu í Reykjavík, í Bergstaðastræti 25B þann 21. desember.

Skriða bókaútgáfa hóf starfsemi sína fyrr á þessu ári með útgáfu örsagnasafnsins Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur og ljóðabókarinnar Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...