Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil bjartsýni er ríkjandi meðal gróðurhúsabænda og margir þeirra stórhuga í breytingum til að auka framleiðslugetuna.
Mikil bjartsýni er ríkjandi meðal gróðurhúsabænda og margir þeirra stórhuga í breytingum til að auka framleiðslugetuna.
Mynd / BBL
Fréttir 10. mars 2022

Hugur í gróðurhúsabændum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir landið fyrir skömmu með talsverðum látum og eignatjóni eru gróðurhúsabændur bjartsýnir og stefna sumir þeirra á að stækka gróðurhúsin eða breyta þeim til að auka framleiðsluna.

Gróðurhús og ræktun gróðrar­stöðvarinnar Jarðarberjalands eyði­lagðist í óveðrinu og að sögn eigenda stöðvarinnar er ekki að vænta afurða frá þeim á þessu ári. Þau eru þrátt fyrir það ekki af baki dottin og stefna að því að endurreisa stöðina og hefja ræktun að nýju.

4.800 fermetra stækkun

Hafberg Þórisson, sem kenndur er við garðyrkjustöðina Lambhaga, hefur á síðustu árum byggt um 7.000 fermetra gróðurhús að Lundi í Mosfellsdal.

„Fljótlega verður hafist handa við að reisa 4.800 fermetra gróðurhús á Lundi og ég geri ráð fyrir að það hús verði tekið í notkun 2023.“

Að sögn Hafbergs gerir hann ráð fyrir að reisa 10.000 fermetra til viðbótar undir gleri á staðnum í framtíðinni.

Spírunarklefi eykur framlegð

Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjumaður í Ártanga, segir að í sumar ætli hann að stækka hjá sér og byggja 300 fermetra viðbót. „Hluti af því verða kæliklefar og spírunarrými fyrir kryddjurtir. Spírunarklefinn gerir okkur kleift að nýta borð í gróðurhúsi sem notuð hafa verið undir sáningu og spírun undir ræktun og ná þannig fram meiri framlegð á ræktunarfermetra í gróðurhúsinu,“ segir Gunnar.

Hækkun á Laugalandi

Þórhallur Bjarnason, garðyrkju­bóndi að Laugalandi í Borgarfirði, segir að um miðjan maí verði hafist handa við að hækka 1.200 fermetra gúrkugróðurhús hjá honum og að á sama tíma verði allar leiðslur og annað í húsinu endurnýjað, auk þess sem húsið hefur sigið og verður það rétt af í leiðinni.

„Ég fæ til mín menn frá Hollandi sem ætla að hækka húsið um tæpa tvo metra og eftir hækkunina verður hliðahæðin fimm metrar. Ástæðan fyrir framkvæmdunum er sú að það er komin ný kynslóð af gróðurhúsalömpum sem eru 1.000 vött og gefa frá sér mikinn hita. Fjarlægðin frá lömpunum og niður að plöntunum þarf að vera um einn og hálfur metri til að plönturnar brenni ekki.“

Að sögn Þórhalls næst betri ljósdreifing með því að hækka lampana, auk þess sem nýju lamparnir eru 15 til 20% nýtnari á rafmagn en eldri lampar og því umhverfisvænni. „Með því að auka ljósmagnið má gera ráð fyrir að uppskeran í húsinu aukist um 20% og þá sérstaklega yfir vetrartímann.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...