Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla
Fréttir 8. nóvember 2016

Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gjálp, Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13. 
 
„Markmið hennar er að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áður en hugmyndavinnan hefst verður farið í greiningu á styrkleikum og veikleikum sveitarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða ógnir steðja að,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem á sæti í stjórn Gjálpar. 
 
Áhersla verður lögð á nýsköpun í þremur megingreinum: landbúnaði, ferðaþjónustu og tækni og hugbúnaði 12. nóvember.  
 
Til að leiða hugmyndavinnuna hefur Gjálp fengið frábært fólk með sérþekkingu á nýsköpun tengdri þessum greinum. 
 
„Við í stjórninni hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna. Við viljum fylgja eftir og hjálpa til að láta hugmyndirnar rætast. Fólki og fyrirtækjum sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu hefur verið boðið á hugmyndasmiðjuna. Að fjölga atvinnutækifærum í sveitinni varðar alla sem búa í sveitinni eða tengjast henni. 
 
Við erum viss um að margir lumi á góðum hugmyndum og með því að leiða fólk með ólíka reynslu saman verði þær fljótt að veruleika,“ bætir Pálína við. Í lokin verða hugmyndirnar kynntar og loks endað í Árnesi þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...