Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Líf&Starf 3. janúar 2018

Húfur gegn einelti á alla fyrstubekkinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hver og ein húfa er með sínu móti, þær eru ólíkar, í mismunandi litum og með ólík mynstur til marks um að við erum öll ólík, hver og einn er einstakur,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri í Oddeyrarskóla.
 
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti sem var í nóvember tóku fjórir kennarar við skólann sig til og prjónuðu húfu á hvern og einn nemanda í fyrsta bekk. Húfurnar eru með áletruninni Gegn einelti. Þær hófu að skipuleggja prjónaskapinn í liðnum mánuði, brettu svo upp ermar og prjónuðu í gríð og erg þar til allir nemendur höfðu fengið húfu á sitt höfuð.
 
Þetta er annað árið í röð sem fyrstubekkingar fá húfu að gjöf í tilefni þessa dags. Kristín segir að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Grunnskólanum á Bolungarvík sem einnig deildi uppskriftum að húfum með kollegum sínum nyrðra. Á öllum húfunum stendur: Gegn einelti. 
 
 
Dugnaðarkonur, þær Linda Óladóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Bára Árný Sigþórsdóttir og Hafdís Bjarnadóttir í Oddeyrarskóla og húfurnar góðu.

3 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...