Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Mynd / Angantýr Ernir Guðmundsson
Líf og starf 15. ágúst 2016

Hrútaþuklarar gera sig klára fyrir Íslandsmótið í hrútadómum

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 21. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
 
Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. 
 
Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson, Hríshóli í Reykhólahreppi og í þriðja sæti varð Bjarki Reynisson, Kjarlaksvöllum. 
 
Sýningar í Sauðfjársetrinu
 
Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi verður nýopnuð sögusýning sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit. 
 
Nú er annað árið sem Náttúru­barnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur og hefur yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir umsjón yfir verkefninu sem hefur tekist mjög vel. 
 
Safnið verður opið alla daga milli 10–18 út ágúst. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október.
 
Stórleikarnir í myndinni Hrútar sem háðu hrútaþuklseinvígi við mikinn fögnuð viðstaddra í fyrra. 

Skylt efni: hrútadómar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...