Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Líf&Starf 16. október 2015

Hrútaþukl á Raufarhöfn

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn með myndarbrag laugardaginn 3. október í Faxahöll við Raufarhöfn. 
 
Þar var margt um manninn, hrútar voru þuklaðir og seldir, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert. Gísli Einarsson, verðlaunahrútur frá RÚV, stjórnaði samkomunni.
 
Norður-Þingeyjarsýsla er riðulaust svæði og hefur því sala á lífgimbrum og lambhrútum jafnan verið mikil af svæðinu. Hrútadagurinn er aðeins partur af allri sölunni sem fram fer en þar tefla bændur á svæðinu fram sínum bestu lambhrútum til sölu. Öllum er frjálst að bjóða í hrútana og ef fleiri en einn skrá sig sem kaupendur að sama hrútinum fer hann á uppboð. 
 
Sölumetið var ekki slegið á uppboðinu í ár en það mun vera hátt á annað hundrað þúsund. 
 
Félagar í Kótellettufélaginu létu sig ekki vanta og veittu verðulaun fyrir kótellettuhrút ársins, sem Eggert Stefánsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði átti. 
 
Þá var einnig hrútahlaup en það var hrútur frá Ágústi Marinó Ágústssyni bónda á Sauðanesi á Langanesi sem kom fyrstur í mark. 
 
Ein sú vitlausasta aðferð…
 
Það var ekki bara keppt um að eiga bestu hrútana heldur var keppt í stígvélakasti. Gísli Einarsson sagði að þetta væri nú ein sú vitlausasta aðferð sem hann hefði séð í stígvélakasti en keppandinn þarf að sveifla stígvélinu í gegnum klof sér, og ná sveiflu yfir bakið og fram. Það getur verið ansi snúið og æði mörg stígvél fóru beint aftur og máttu áhorfendur vara sig á fljúgandi stígvéli. Ragnar Skúlason bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði átti lengsta kastið, 12 metra, en óljóst er hvort hann hafi stundað æfingar heimafyrir þar sem þetta var hans eigið stígvél sem notað var til keppninnar.
 
Dagurinn endaði á skemmtikvöldi en þar voru afhent verðlaun fyrir afurðahæstu ána, sem er í eigu Einars Guðmundar Þorlákssonar og Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. 
 
Þá voru þar einnig hagyrðingar, misjafnlega siðprúðir að vanda og kvöldið endaði að sjálfsögðu með dunandi dansi fram á nótt. 

12 myndir:

Skylt efni: Hrútaþukl

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...