Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Höfundur: Ritstjórn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2020-21 er komin á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Skráin er á hefðbundnu pdf-formi.

Í tilkynningu á vef RML kemur fram að prentaða skráin komi út í lok næstu viku. 

„Skráin er 52 síður að stærð, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um 47 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum. Þá eru aðrir valkostir í boði, svo sem ferhyrndur hrútur og feld- og forystufjárhrútar. Ritstjóri skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson en efni skráarinnar er að mestu tekið saman og skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi G. Birgissyni. Flestar ljósmyndir í skránni eru teknar af Höllu Eygló Sveinsdóttur en auk hennar tók Torfi Bergsson myndir af hrútum. Rósa Björk Jónsdóttir sá um uppsetningu og umbrot og prentun er í höndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustunnar í Borgarnesi. Hér með er þökkum til þessara aðila og fjölmargra annarra er lögðu hönd á plóg komið á framfæri en að baki liggur mikil vinna sem sinna þarf á stuttum tíma. Þá er auglýsendum þakkað sérstaklega þeirra framlag sem gerir þessa útgáfu mögulega í því formi sem hún er.

Vegna heimsplágunnar munu hefðbundnir hrútafundir falla niður þetta árið en þess í stað verður um að ræða vefkynningu sem verður auglýst síðar,“ segir í tilkynningunin.

Smellið á myndina til að opna pdf-skjalið.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...