Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútafundir 2023
Á faglegum nótum 17. nóvember 2023

Hrútafundir 2023

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML, en ráðunautar munu kynna hrúta stöðvanna og fara yfir atriði úr ræktunarstarfinu.

Fundirnir hefjast 20. nóvember en þann dag er áætlað að hrútaskráin komi úr prentun.

„Það sem gerir hrútaskrána í ár frábrugðna frá því sem verið hefur, er í fyrsta lagi hrútakosturinn. Þótt vaninn sé að þar séu kynntir nýir hrútar, þá er nú í fyrsta skipti hópur lambhrúta sem valdir hafa verið inn á stöðvarnar til að dreifa arfgerðum sem veita þol gegn riðuveiki.

Í ár eru 15 glæsilegir gripir með ARR og þar af einn arfhreinn fyrir þessari genasamsætu. Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og 2 nýir hrútar sem bera breytileikann C151.

Þar að auki er fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór. Í skránni verða fjórar upplýsingasíður um ýmislegt tengt ræktun gegn riðu og útskýringar á atriðum þeim tengdum, s.s. áherslum í ræktun, útskýringar á riðuflöggunum í Fjárvísi og svör við ýmsum spurningum. Kynbótamatið er nú sett fram með ýtarlegri hætti en áður, þar sem kynbótamat fyrir fallþunga og bakvöðvaþykkt bætist við upplýsingagjöfina um hrútana. Þá er ýmislegt fleira áhugavert efni að finna í skránni.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...