Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútafundir 2023
Á faglegum nótum 17. nóvember 2023

Hrútafundir 2023

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML, en ráðunautar munu kynna hrúta stöðvanna og fara yfir atriði úr ræktunarstarfinu.

Fundirnir hefjast 20. nóvember en þann dag er áætlað að hrútaskráin komi úr prentun.

„Það sem gerir hrútaskrána í ár frábrugðna frá því sem verið hefur, er í fyrsta lagi hrútakosturinn. Þótt vaninn sé að þar séu kynntir nýir hrútar, þá er nú í fyrsta skipti hópur lambhrúta sem valdir hafa verið inn á stöðvarnar til að dreifa arfgerðum sem veita þol gegn riðuveiki.

Í ár eru 15 glæsilegir gripir með ARR og þar af einn arfhreinn fyrir þessari genasamsætu. Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og 2 nýir hrútar sem bera breytileikann C151.

Þar að auki er fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór. Í skránni verða fjórar upplýsingasíður um ýmislegt tengt ræktun gegn riðu og útskýringar á atriðum þeim tengdum, s.s. áherslum í ræktun, útskýringar á riðuflöggunum í Fjárvísi og svör við ýmsum spurningum. Kynbótamatið er nú sett fram með ýtarlegri hætti en áður, þar sem kynbótamat fyrir fallþunga og bakvöðvaþykkt bætist við upplýsingagjöfina um hrútana. Þá er ýmislegt fleira áhugavert efni að finna í skránni.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...