Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Fréttir 13. september 2016

Hrútadagurinn haldinn í 10. sinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 1. október næstkomandi á Raufar­höfn. Sérstök hrútadagsnefnd er þegar komin á fullt við undirbúning dagsins, en í henni eru Raufarhafnarbúar sem og ungir bændur úr nágrannasveitum þorpsins. 
 
Raufarhöfn er í Norður- Þingeyjarsýslu sem er hreint svæði og má því ekki flytja fé inn á svæðið. Hins vegar hefur sala lífgimbra og hrúta verið nokkuð sterk af svæðinu enda mikið kapp lagt á flotta hrúta. Hrútadagurinn er hugsaður sem eins konar uppskeruhátíð bænda, þeim og búaliði er hóað saman og verslað með hrúta. Í ár verður Logi Bergmann kynnir og skemmtanastjóri enda þaulvanur sveitinni. 
Á staðnum verða alls konar uppákomur og allar í sveitaþema. Ull metin og spunnin, þuklað á hrútunum og keppt í stígvélakasti en það ku aðeins vera fyrir þaulvana stígvélasérfræðinga. Þá verður einnig kvöldskemmtun með afar orðheppnum hagyrðingum og almennri gleði. 
 
Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni er bent á facebook.com/hrutadagurinn eða raufarhofn.is, þá er einnig hægt að fá upplýsingar í netfanginu hrutadagurinn@gmail.com. Eins má hringja í einhvern af hinum hressu nefndarmeðlimum. 
 

Skylt efni: Hrútadagurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...