Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Mynd / MHH
Fréttir 6. október 2023

Hrútadagurinn 7. október

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hinn árlegi Hrútadagur á Raufarhöfn verður haldinn laugardaginn 7. október.

Fyrir mörg hefur Hrútadagurinn á Raufarhöfn orðið ómissandi hluti af haustinu. Á það bæði við um íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð landshorna á milli til að skoða hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.

Yfir daginn munu bændur í Norðausturhólfi bjóða lífhrúta til sölu í reiðhöllinni en þar geta góðir hrútar endað á uppboði í lok dags. Eftir að hrútasýningunni lýkur verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í reiðhöllinni.

Um kvöldið verða svo haldnir tónleikar með Einari Ágúst og Bergsveini Arilíussyni ásamt hljómsveit. 

„Þetta er í átjánda skiptið, sem við höldum Hrútadaginn en þá kemur fólk saman, bændur og aðrir, og fagna haustinu í góðri stemningu hér á Raufarhöfn. Árlegir hápunktar verða á sínum stað líkt og fegurðarsamkeppni gimbra, þar sem krakkar á svæðinu mæta með sína fulltrúa, og keppni um „Búvísbikarinn“, en hann hlýtur eigandi besta lambhrútsins eftir hrútauppröðun.

Hin listagóða kjötsúpa verður á sínum stað og fulltrúar stórra og smárra fyrirtækja af svæðinu mæta með vörur sínar til sölu og kynningar,“ segir Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir Hrútadaginn.

Skylt efni: Hrútadagurinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...