Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Mynd / MHH
Fréttir 6. október 2023

Hrútadagurinn 7. október

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hinn árlegi Hrútadagur á Raufarhöfn verður haldinn laugardaginn 7. október.

Fyrir mörg hefur Hrútadagurinn á Raufarhöfn orðið ómissandi hluti af haustinu. Á það bæði við um íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð landshorna á milli til að skoða hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.

Yfir daginn munu bændur í Norðausturhólfi bjóða lífhrúta til sölu í reiðhöllinni en þar geta góðir hrútar endað á uppboði í lok dags. Eftir að hrútasýningunni lýkur verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í reiðhöllinni.

Um kvöldið verða svo haldnir tónleikar með Einari Ágúst og Bergsveini Arilíussyni ásamt hljómsveit. 

„Þetta er í átjánda skiptið, sem við höldum Hrútadaginn en þá kemur fólk saman, bændur og aðrir, og fagna haustinu í góðri stemningu hér á Raufarhöfn. Árlegir hápunktar verða á sínum stað líkt og fegurðarsamkeppni gimbra, þar sem krakkar á svæðinu mæta með sína fulltrúa, og keppni um „Búvísbikarinn“, en hann hlýtur eigandi besta lambhrútsins eftir hrútauppröðun.

Hin listagóða kjötsúpa verður á sínum stað og fulltrúar stórra og smárra fyrirtækja af svæðinu mæta með vörur sínar til sölu og kynningar,“ segir Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir Hrútadaginn.

Skylt efni: Hrútadagurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...