Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hrun í sölu búvéla
Mynd / Heiko Janowski
Utan úr heimi 18. desember 2024

Hrun í sölu búvéla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stórir framleiðendur land búnaðar tækja hafa greint frá miklum samdrætti í sölu undanfarna mánuði.

Síðasti ársfjórðungur hefur reynst erfiður fyrir þá sem framleiða tækjabúnað fyrir bændur. Alþjóðleg fyrirtæki, eins og John Deere, AGCO og CNH, hafa nýlega sent frá sér rekstraryfirlit sem sýna að bændur halda að sér höndum við kaup á nýjum dráttarvélum, þreskivélum og fleiri tækjum. Frá þessu greinir Agrarheute.

AGCO framleiðir vörumerki eins og Valtra, Fendt og Massey Ferguson og CNH hefur Case IH, New Holland og Steyr á sínum snærum. John Deere gerði upp árið í október og var hagnaðurinn 30 prósentum lægri en í fyrra. Síðasti fjórðungur var verstur, en þá dróst salan á landbúnaðartækjum saman um 32 prósent og hagnaðurinn um 47 prósent.

Samdráttur í sölu búvéla hjá CNH á þriðja ársfjórðungi nam 22 prósentum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst salan hjá AGCO saman um átján prósent á heimsvísu. Í Evrópu var samdrátturinn sjö prósent, en smávægileg söluaukning í Þýskalandi og Tyrklandi vó upp á móti hnignun í öðrum löndum álfunnar. Mest hefur salan minnkað á múgsöxum og dráttarvélum í millistærð. Í Suður- Ameríku dróst salan saman um 43 prósent.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f