Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrun í sölu búvéla
Mynd / Heiko Janowski
Utan úr heimi 18. desember 2024

Hrun í sölu búvéla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stórir framleiðendur land búnaðar tækja hafa greint frá miklum samdrætti í sölu undanfarna mánuði.

Síðasti ársfjórðungur hefur reynst erfiður fyrir þá sem framleiða tækjabúnað fyrir bændur. Alþjóðleg fyrirtæki, eins og John Deere, AGCO og CNH, hafa nýlega sent frá sér rekstraryfirlit sem sýna að bændur halda að sér höndum við kaup á nýjum dráttarvélum, þreskivélum og fleiri tækjum. Frá þessu greinir Agrarheute.

AGCO framleiðir vörumerki eins og Valtra, Fendt og Massey Ferguson og CNH hefur Case IH, New Holland og Steyr á sínum snærum. John Deere gerði upp árið í október og var hagnaðurinn 30 prósentum lægri en í fyrra. Síðasti fjórðungur var verstur, en þá dróst salan á landbúnaðartækjum saman um 32 prósent og hagnaðurinn um 47 prósent.

Samdráttur í sölu búvéla hjá CNH á þriðja ársfjórðungi nam 22 prósentum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst salan hjá AGCO saman um átján prósent á heimsvísu. Í Evrópu var samdrátturinn sjö prósent, en smávægileg söluaukning í Þýskalandi og Tyrklandi vó upp á móti hnignun í öðrum löndum álfunnar. Mest hefur salan minnkað á múgsöxum og dráttarvélum í millistærð. Í Suður- Ameríku dróst salan saman um 43 prósent.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...