Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2015

Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi

Höfundur: smh

Útlit er fyrir að hunangsframleiðsla í Bretlandi verði með minnsta móti á þessu ári – hjá sumum býflugnabændum jafnvel sú minnsta í 40 ár.

Farmers Weekly greinir frá því að votviðrasömu sumri sé einkum um að kenna að pörun gekk ekki sem skyldi á mörgum býflugnabúum í Skotlandi og Wales, með þeim afleiðingum að drottningarnar verptu færri eggjum. Þótt tíðarfar hafi verið misjafn á Bretlandseyjum þá virðist afkoma býflugnabænda á heildina litið ekki hafa verið ákjósanlegar. Jafnvel á Suður-Englandi, þar sem jafnan má gera ráð fyrir góðri uppskeru, var útkoman undir meðallagi.

Helmingi minni framleiðsla í Skotlandi

Í Skotlandi er gert ráð fyrir helmingi minni hunangsframleiðslu en í meðalári. Að hluta til er það rakið til þess að beitilyng blómstraði seint og illa. Búist er við að hið slæma tíðarfar í sumar geti haft alvarlegar afleiðingar á afkomu búanna í vetur, þar sem þau séu illa á sig komin fyrir veturinn.

Skylt efni: býflugur

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...