Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðrún Hildur Unnarsdóttir við mælingastörf á Hólum
Guðrún Hildur Unnarsdóttir við mælingastörf á Hólum
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 2. apríl 2024

Hrossamælingar – Þjónusta RML

Höfundur: Pétur Halldórsson, fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði RML.

Mælingamenn meðal starfsmanna RML bjóða hestaeigendum nú nýja þjónustu – mælingu þeirra hrossa sem óskað er. Öll venjubundin mál sem notuð eru við hrossadóma eru tekin, eða alls 11 skrokkmál, auk mælinga á hófalengd og holdastigunar. Niðurstöðurnar eru vistaðar í upprunaættbókinni WorldFeng og þar aðgengilegar og sýnilegar öllum notendum. Mælingar hafa sýnt sig að hafa ótvírætt gildi, þær eru leiðbeinandi við sköpulagsdóma og sýnt hefur verið fram á tengsl margra þeirra við hæfileika og aðaleinkunn í kynbótadómi.

Þjónustan hentar vel:

  • Fyrir seljendur hrossa – sem hluti söluupplýsinga og staðlaðrar lýsingar.
  • Fyrir eigendur keppnishrossa sem þurfa opinbera
    staðfestingu á hæð á herðar (M1) vegna þátttöku í keppni, í samhengi við reglur um leyfða hófalengd.
  • Fyrir eigendur hrossa sem einfaldlega vilja afla og skrá gögn um sín hross í WorldFeng, utan kynbótasýninga.

Að líkindum bjóða flest hesthús landsins góða aðstöðu til mælinga; steyptan og sléttan flöt. Önnur þjónusta ráðunautanna er og verður einnig í boði, s.s. DNA-stroksýnataka til staðfestingar ættfærslu eða staðfestingar skeiðgensarfgerðar (AA-CA-CC), mat á byggingarþáttum, eistnamæling og mat eistnaheilbrigðis. Athuga ber að þjónustumælingar hrossa koma ekki í stað – né eru þær til grundvallar við formlegan sköpulagsdóm á kynbótasýningu. Öll hross sem koma til
kynbótadóms skulu mæld og metin á stað og stund.

Dæmi um þjónustumælingar og birtingu niðurstaðna í WorldFeng – utan kynbótasýninga, má m.a. sjá hjá þessum hrossum:

  • IS2017187460 Áki frá Hurðarbaki
  • IS2017225457 Sóla frá Hafnarfirði

Kostnaður við mælingar felst í föstu komugjaldi á hverja heimsókn eða viðkomustað, auk vinnutíma í heimsókn samkvæmt verðskrá

Hrossamælingar má panta í aðalnúmeri RML: 516-5000 og/eða með því að hafa samband við einhvern eftirtalinna ráðunauta:

  • Pétur Halldórsson, RML-Hvolsvelli: petur@rml.is
  • Halla Eygló Sveinsdóttir, RML-Selfossi: halla@rml.is
  • Friðrik Már Sigurðsson, RML-Hvammstanga: fridrik@rml.is
  • Eyþór Einarsson, RML-Sauðárkróki: ee@rml.is
  • Kristján Óttar Eymundsson, RML-Sauðárkróki: koe@rml.is
  • Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, RML-Akureyri: gudrunhildur@rml.is
  • Linda Margrét Gunnarsdóttir, RML-Akureyri: linda@rml.is
  • Steinunn Anna Halldórsdóttir, RML-Þórshöfn: sah@rml.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...