Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hreinn vinsælasti hrúturinn
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir.
Fréttir 12. janúar 2024

Hreinn vinsælasti hrúturinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Af þrjátíu vinsælustu hrútunum á sæðingastöðvunum voru tuttugu og fjórir með verndandi arfgerðir. Hreinn frá Þernunesi, sem er arfhreinn ARR, trónir á toppnum með 1.439 skráðar sæðingar. Hann náði ekki að anna þessari miklu eftirspurn, en bændur lögðu inn pantanir fyrir um 3.500 skömmtum. Útsent sæði frá honum voru 1.705 skammtar.

Aukning á þátttöku í sæðingum milli ára er mjög mikil, en í desember 2022 voru sæddar 18.700 ær, á meðan 28.663 ær voru sæddar í desember 2023. Hina miklu aukningu má að vissu leyti rekja til niðurgreiðslu frá hinu opinbera til að dreifa arfgerðum sem veita vernd gegn riðu sem víðast. Matvælaráðuneytið lagði tuttugu milljónir til verkefnisins og segir í fréttatilkynningu frá RML að í ljósi góðrar þátttöku gæti niðurgreiðslan á hverja kind orðið lægri en lagt var upp með. Til að eiga rétt á styrk þurftu bændur að skrá sæðingarnar í Fjárvís í síðasta lagi 8. janúar.

Í hrútaskránni voru fjörutíu og þrír hrútar fyrir utan forystuhrúta og feldfjárhrúta. Af þeim voru sextíu prósent með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Á heimasíðu RML kemur fram að miðað við skráningu í Fjárvís 4. janúar voru áttatíu prósent af ánum sæddar með hrútum sem bera mögulega verndandi arfgerðir og þar af sextíu prósent með ARR hrútum. Ef horft er til sæðinga og notkunar á heimahrútum með ARR megi gera ráð fyrir að yfir sjö þúsund ARR lambhrútar komi til greina á hrútastöðvarnar í haust.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f