Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hreinn vinsælasti hrúturinn
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir.
Fréttir 12. janúar 2024

Hreinn vinsælasti hrúturinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Af þrjátíu vinsælustu hrútunum á sæðingastöðvunum voru tuttugu og fjórir með verndandi arfgerðir. Hreinn frá Þernunesi, sem er arfhreinn ARR, trónir á toppnum með 1.439 skráðar sæðingar. Hann náði ekki að anna þessari miklu eftirspurn, en bændur lögðu inn pantanir fyrir um 3.500 skömmtum. Útsent sæði frá honum voru 1.705 skammtar.

Aukning á þátttöku í sæðingum milli ára er mjög mikil, en í desember 2022 voru sæddar 18.700 ær, á meðan 28.663 ær voru sæddar í desember 2023. Hina miklu aukningu má að vissu leyti rekja til niðurgreiðslu frá hinu opinbera til að dreifa arfgerðum sem veita vernd gegn riðu sem víðast. Matvælaráðuneytið lagði tuttugu milljónir til verkefnisins og segir í fréttatilkynningu frá RML að í ljósi góðrar þátttöku gæti niðurgreiðslan á hverja kind orðið lægri en lagt var upp með. Til að eiga rétt á styrk þurftu bændur að skrá sæðingarnar í Fjárvís í síðasta lagi 8. janúar.

Í hrútaskránni voru fjörutíu og þrír hrútar fyrir utan forystuhrúta og feldfjárhrúta. Af þeim voru sextíu prósent með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Á heimasíðu RML kemur fram að miðað við skráningu í Fjárvís 4. janúar voru áttatíu prósent af ánum sæddar með hrútum sem bera mögulega verndandi arfgerðir og þar af sextíu prósent með ARR hrútum. Ef horft er til sæðinga og notkunar á heimahrútum með ARR megi gera ráð fyrir að yfir sjö þúsund ARR lambhrútar komi til greina á hrútastöðvarnar í haust.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...