Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Líf og starf 17. október 2025

Hreinn Halldórsson með ljóðabók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Komin er út ljóðabók eftir Hrein Halldórsson kúluvarpara og harmónikuleikara.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur sent frá sér 25. bókina í bókaflokknum Austfirsk ljóðskáld: Ljóð mitt og lag, eftir Hrein Halldórsson. Bókin hefur að geyma tækifærisljóð, lausavísur, söngtexta og ljóð við ýmis tilefni, alls 107 talsins. Á bak við yfir 20 ljóð í bókinni eru sönghæf lög en alls eru lög Hreins um 200 að tölu. Bókin er 104 síður, í harðspjöldum.

Hreinn er fæddur árið 1949 og löngu kunnur hagyrðingur og vísnasmiður en einnig harmónikuleikari. Hann ólst upp á Hrófbergi við Steingrímsfjörð en hélt ungur til Reykjavíkur og starfaði m.a. í áratug sem strætisvagnabílstjóri. Hreinn var þekktur íþróttamaður á sinni tíð og varð Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi árið 1977 og þrisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins. Hann var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2018.

Hreinn hefur búið og starfað á Egilsstöðum frá árinu 1982, lengst af sem umsjónarmaður íþróttamannvirkja. 

Lífsins ljós

Í smalamennsku á Þernunesi, uppi í Breiðdal

Ég horfi eftir lífsins ljósi
sem logar við efsta tind
þó heimurinn hatri gjósi
og heiftin um flæði blind.
Í ljósið ég stöðugt stefni
þó stefnan sé breytileg
því loforð ég lífsins efni
sem leiðir mig þennan veg.

Það gefur mér gleði sanna
að geta á ljósið treyst
þvíoft er hér meðal manna
svo margt sem er ekki leyst.
Ég bið þess að ljósið logi
og lýsi hér hverja stund
uns himneskur himinbogi
er horfinn af vorri grund

Ljóð mitt og lag, bls. 70.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...