Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrafnsönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. janúar 2024

Hrafnsönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er nokkuð auðþekkjanleg frá öðrum andartegundum sem finnast á Íslandi. Steggurinn er gljásvartur og kollan dökkmóbrún. Hrafnsönd er eina öndin í hópi svartanda sem verpur á Íslandi. Stofninn er ekki stór, einungis örfá hundruð og má segja að hún sé fremur sjaldgæf. Þeir fuglar sem verpa hér finnast helst við Mývatn og á örfáum öðrum vötnum. Hún er að langmestu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á sjó í Vestur-Evrópu. Einungis litlir hópar af hrafnsöndum hafa haft vetrarsetur á Skjálfanda og við Hvalsnes og Þvottárskriður. Aðrar tegundir af svartöndum hafa ekki orpið á Íslandi en sumar þeirra sjást reglulega á sjó við Íslandsstrendur og þá gjarnan í hópi með æðarfuglum eða hrafnsöndum.

Skylt efni: fuglinn

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...