Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ejnar ásamt eiginkonu sinni, Inger, og aðstoðarmanninum Klaus.
Ejnar ásamt eiginkonu sinni, Inger, og aðstoðarmanninum Klaus.
Mynd / Helle A Christensen, LandbrugsAvisen.
Á faglegum nótum 22. apríl 2022

Hræring á skít er hættuleg – farðu varlega!

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snorri.sigurdsson@outlook.com

Nú þegar bændur standa frammi fyrir útkeyrslu á skít, og raunar er sú vinna hafin sums staðar, þá er mikilvægt að hafa í huga hve hættulegt það getur verið að hræra upp í skítnum. Eins og flestir vita væntanlega geta myndast stórhættulegar gastegundir við slíka iðju. Þá sérstaklega hið bráðdrepandi brennisteinsvetni sem, þrátt fyrir að nafnið gæti bent til annars, finnst ekki lykt af þegar það er í miklu magni.

Þetta skýrist af því að gasið, sem í litlu magni lyktar eins og rotið egg, hefur áhrif á lyktarskynjunina þannig að það veldur tímabundinni lömun skynfæranna og gerir lyktarskynið þannig óvirkt. Einungis þarf 1-3 djúpa andardrætti af þessu gasi til þess að valda lömun öndunarfæranna svo gasið er svo sannarlega stórhættulegt.

Alvarlegt slys í Danmörku

Á hverju ári látast margir um heim allan vegna vinnu við hræringu á skít á búum og í Danmörku látast árlega 1-2. Ejnar Thomsen, svínabóndi í Danmörku, lenti í mjög alvarlegu slysi við hræringu á skít árið 2019 en lifði þó slysið af. Gasið tók þó gríðarlegan toll og í dag er Ejnar bundinn við hjólastól og getur einungis tjáð sig með notkun spjaldtölvu.

Fjórir misstu meðvitund

Slysið varð með þeim hætti að Ejnar, sem er reynslumikill bóndi, var að hræra upp í skít og áttaði sig ekki á gasinu og missti meðvitund og féll við það ofan í lítinn og grunnan skítakjallara. Hann náði þó að hrópa upp og pabbi hans, Peder Thomsen, sem var að vinna á öðrum stað í svínabúinu, heyrði til hans. Hann kom þegar aðvífandi og stökk niður í skítakjallarann til að ná syni sínum upp. Kallaði hann til konu sinnar, Bodil Thomsen, að hún þyrfti að hringja á hjálp. Hún var símalaus og þurfti að hlaupa um 300 metra heim í hús til að hringja á neyðarlínuna en á sama tíma náði gasið Peder einnig og hann féll einnig í yfirlið. Nú ber svo við að Bodil kemur til baka og sér þá feðga líflausa og ákveður að fara niður og reyna að bjarga þeim en gasið nær að lama hana einnig og hún missir einnig meðvitund!

Þá kemur að eiginkona Ejnar, Inger Thomsen, og sér þegar að hún muni líklega ekki geta lyft þeim feðgum upp en mögulega tengdamömmu sinni og ákveður að reyna en hennar biðu sömu örlög og hinna og missir hún skjótt meðvitund líka!

Björgunin

Þegar þarna var komið, voru þau fjögur í skíta­kjallaranum og búin að vera þar allnokkurn tíma þegar að komu bæði lögreglumenn og annað fólk. Saman tókst þeim að ná hinum slösuðu upp úr kjallaranum en þá var svo langt um liðið frá því að Ejnar féll niður að hann var í raun látinn vegna köfnunar. Var kominn í hjartastopp, enda sá síðasti sem náðist upp úr skítakjallaranum.

Þegar á sjúkrahús var komið höfðu endurlífgunar­tilraunir borið árangur og var honum haldið sofandi í margar vikur á eftir í þeim tilgangi að draga úr neikvæðum áhrifum köfn­unarinnar. Hin þrjú voru minna slösuð og náðu sér fljótt, þegar þau fengu aðhlynningu.

Fangi í eigin líkama

Í viðtali við danska bændablaðið LandbrugsAvisen, sagði Ejnar að þegar hann loksins var vakinn upp á sjúkrahúsinu, átta vikum eftir slysið, þá hafi hann strax áttað sig á því að eitthvað alvarlegt væri að. Hann var með fulla hugsun en gat sig hvorki hreyft, heyrt né talað, var fangi í eigin líkama. Við tók mikil vinna við endurhæfingu og tók það rúmt ár að koma honum á þann stað að nú getur hann hreyft hendurnar nóg til þess að nota sérstaka spjaldtölvu sem notuð er til samskipta, en er bundinn við hjólastól, eins og áður segir, og þarf aðstoð við flesta hluti.

Hvetur til varúðar

Þrjátíu ára bú­skapartíð Ejnar og Inger er lokið og þau hjónin hafa nú selt svínabúið en Ejnar er í mun að hvetja alla bændur til þess að læra af þessu hræðilega slysi. Hann hvetur alla til þess að hugsa vel um loftræstingu, nota gasmæla og aldrei að fara út í hræringu á skít nema að tveir aðilar komi að því verki. Þá eru fáir bændur sem nota gasgrímur, sem klárlega bjarga í neyðartilfellum.

Danskar leiðbeiningar

Eins og áður segir eru slys tengd brennisteinsvetni nokkuð tíð í Danmörku og sýna gögn ráðgjafarfyrirtæksins SEGES að slysin verða ekki einungis við upphræringu á skít heldur einnig þegar unnið er við t.d. þrif á skítakjöllurum.

Vegna tíðra slysa hefur SEGES gefið út leiðbeiningar fyrir þarlenda bændur, sjá með­fylgjandi skýringarmynd.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...