Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Hér eru starfsmenn Matvælaaðstoðarinnar í Rohingya-flóttamannabúðunum í Suður-Bangladess, þar sem yfir 920 þúsund Róhingjar frá Mjanmar hafast við. Þetta eru stærstu flóttamannabúðir heims.
Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Hér eru starfsmenn Matvælaaðstoðarinnar í Rohingya-flóttamannabúðunum í Suður-Bangladess, þar sem yfir 920 þúsund Róhingjar frá Mjanmar hafast við. Þetta eru stærstu flóttamannabúðir heims.
Mynd / WFP 2025 Global Outlook, Lena von Zabern
Utan úr heimi 17. desember 2024

Horfurnar fyrir næsta ár kolsvartar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) áætlar að 343 milljónir manna í 74 löndum líði hungur. Skert aðgengi að neyðarsvæðum er orðið eitt mesta vandamál sem mannúðaraðstoð stendur frammi fyrir.

Í skýrslunni WFP 2025 Global Outlook, sem kom út í nóvember, fjallar Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um horfur á komandi ári hvað varðar hungur og fæðuöryggi í heiminum. Útlitið er sagt svart.

Alvarlegt hungur er aftur að aukast og hefur áhrif á 343 milljónir manna í 74 löndum. WFP starfar í öllum þeim löndum að matvælaaðstoð.

Talið er að allt að 1,9 milljónir manna séu á barmi ítrustu hungursneyðar, fyrst og fremst á Gaza og í Súdan, þar sem hungursneyð var staðfest á einum stað í júlí sl., en einnig hluti íbúa í Suður-Súdan, í Malí og á Haítí.

Áætlað er að WFP þurfi á næsta ári 16,9 milljarða Bandaríkjadala til að sinna neyðartilvikum, efla seiglu og uppræta undirrót hungurs, sem myndi gera Matvælaáætluninni kleift að ná til 123 milljóna af því fólki sem er í mestri hættu vegna hungurs.

Fæðuóöryggi er orðið að faraldri

Alvarlegt fæðuóöryggi er sagt steðja að hartnær 200 milljónum manna og er líkt við faraldur. Þetta fólk þarfnast tafarlausrar aðstoðar. Þá er talið að 44,4 milljónir manna séu á mesta neyðarstigi. Mestan óhug vekur að fjöldi þess fólks sem stendur frammi fyrir algerri neyð hefur aukist og nær fjöldi þess áður óþekktum hæðum.

Átök eru enn helsti drifkraftur fæðuóöryggis. Um 65 prósent af þeim sem er ógnað vegna skerts fæðuöryggis búa við viðkvæmar aðstæður.

Vopnuð átök hafa aukist mikið á síðasta áratug, eða um meira en helming. Þá er vopnað ofbeldi sagt helsti orsakavaldur á 14 af 16 svæðum þar sem hungur er alvarlegt og búist við að ástandið versni á komandi mánuðum. Nýleg og langvinn átök þar sem þetta á við eru t.d. í Súdan, á Gaza, Haíti, í Malí og Suður-Súdan. Önnur þekkt hungursvæði, þar sem átök eru lykilorsök, eru Búrkína Fasó, Tsjad, Horn Afríku, Líbanon, Mósambík, Mjanmar, Nígería, Sýrland og Jemen. Um mitt ár 2024 höfðu 122,6 milljónir manna hrakist á flótta undan vopnuðum átökum og er það tvöföldun miðað við fyrir tíu árum.

Öfgaveður ýtir undir hungur

Öfgaveður víða um heim ýtir undir hungur og matvælaóöryggi. El Niño- veðurfarsöfgarnar 2023–4 trufluðu mjög landbúnaðarframleiðslu.

Alvarleg áhrif þessa á fæðuöryggi og í kjölfarið vanframboð fæðu og hátt verð, munu að sögn WFP vara fram á fyrsta árshluta 2025 og valda því að tugir milljóna manna til viðbótar þurfi matvælaaðstoð. Dregin er í skýrslu WFP upp mynd af versnandi þurrkum, skógareldum, óreglulegri úrkomu, mjög háum hita, flóðum, met í hækkun sjávarhita, fellibyljum og alvarlegum stormum. Veðurfarsöfgarnar hafi eyðilagt víðfeðm landbúnaðarlönd og uppskeru, ýmist til skemmri eða lengri tíma.

Efnahagslegar hindranir

Staða eins af hverjum fjórum þróunarhagkerfum, og meira en helmingur hagkerfa sem standa frammi fyrir stríðsátökum, verður lakari nú í árslok en var í aðdraganda heimsfaraldursins. Skuldir hins opinbera á heimsvísu eru í hámarki og auk hárra vaxta hefur kostnaður við greiðslubyrði aukist verulega.

Helmingur af lágtekjulöndum heimsins eru annaðhvort þegar í skuldavanda eða í mikilli hættu á því. Á sama tíma er matvælaverðbólga áfram víða þrálát, sem minnkar kaupmátt og torveldar aðgengi að fæðu fyrir milljónir heimila. Á síðustu fjórum árum hefur matvælaverð meira en tvöfaldast í 26 löndum á heimsvísu, segir í skýrslunni.

Skert aðgengi að neyðarsvæðum

Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Því valda m.a. átök, breyttar áherslur, pólitískt aðgerðaleysi, stjórnsýslulegar og skrifræðislegar hindranir og veðurfarsöfgar. WFP segir í skýrslunni að um sé að ræða mikla áskorun sem sigrast þurfi á með öllum ráðum, m.a. með ríkari samskiptum við staðbundna og alþjóðlega hagsmunaaðila sem hafa áhrif á mannúðarmál. Hindrað aðgengi sé nú mesta vandamálið við að veita neyðaraðstoð.

Skylt efni: fæðuöryggi

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...