Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Höfundur: Hönnun: Maja Siska

EFNI:

Einband eða fíngert tvíband 120m eins og t.d.:
Dóru Band Einband jurtalitað (25g)
Þingborgar Einband (25g)
Dís frá Uppspuni (25g)
Gilitrutt frá Helene Magnusson (25g)
Einband frá Hespu (25g)
Þetta band sem hér er mælt með er með 220- 240 mtr í 50 gr. Hægt er að nota hvaða garn annað sem er í svipuðum grófleika.

ÁHÖLD:

prjónar 4.5mm heklunál 4.5mm

BYRJUN:

Fitjið upp 3 L. Prj. slétt til baka. Setjið prjónamerki (PM) fyrir byrjun umferðar á réttu (Ré) og gott að hafa prjónamerki á réttunni allan tímann til að ruglast ekki á röngu (Rö) og réttu. Prjónið 4 umf. slétt og endið aftur á PM.

Útaukningar - á réttunni.
Á röngunni er altaf prjónað slétt til baka! 1. Ré: prj. 2L sl, slá upp á, 1L sl. ( = 4 L)

MUNSTRIÐ – „Gatasnar“:

„Gatasnar“ með útaukningum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 2 L sl, slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 3 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 42 L eru á prjónunum.

„Gatasnar“ með úrtökum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 3 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 7 L eru á prjónunum.

ENDIR:
1. Ré: prj. 3 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 6 L)
3. Ré: prj. 2 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 5 L)
5. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 4 L)
7. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 1 L sl. ( = 3 L)
Prjonið 4 umf sléttar og fellið af.

Heklið Picot kant (Hnútakantur) utan um klútinn:
Byrjið með því að stinga heklunálinni í jaðarlykkju, gerið eina loftlykkju og fastalykkju í sömu L. # Heklið 1 fastalykkju, þá 3 loftlykkjur, tengið þær í fastalykkjuna sem þær eru heklaðar upp úr með keðjulykkju til að mynda hnút. Heklið fastalykkju i næstu jaðarlykkju. Endurtekið frá #. Heklað er í eina jarðalykkju fyrir hverjar 2 prjónaumferðir.

Slítið frá og gangið frá endum. Skolið úr klútnum og leggið til þerris.

Þær Ingigerður, Helga, Arnþrúður, Anna, Guðbjörg, Lilja, Lorya, Halldóra, Valgerður og Margrét eru meðal þeirra sem standa að Ullarvikunni, sem verður haldin í þriðja sinn nú í haust.

Þórey og Anna María með Líru.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...