Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Höfundur: Hönnun: Maja Siska

EFNI:

Einband eða fíngert tvíband 120m eins og t.d.:
Dóru Band Einband jurtalitað (25g)
Þingborgar Einband (25g)
Dís frá Uppspuni (25g)
Gilitrutt frá Helene Magnusson (25g)
Einband frá Hespu (25g)
Þetta band sem hér er mælt með er með 220- 240 mtr í 50 gr. Hægt er að nota hvaða garn annað sem er í svipuðum grófleika.

ÁHÖLD:

prjónar 4.5mm heklunál 4.5mm

BYRJUN:

Fitjið upp 3 L. Prj. slétt til baka. Setjið prjónamerki (PM) fyrir byrjun umferðar á réttu (Ré) og gott að hafa prjónamerki á réttunni allan tímann til að ruglast ekki á röngu (Rö) og réttu. Prjónið 4 umf. slétt og endið aftur á PM.

Útaukningar - á réttunni.
Á röngunni er altaf prjónað slétt til baka! 1. Ré: prj. 2L sl, slá upp á, 1L sl. ( = 4 L)

MUNSTRIÐ – „Gatasnar“:

„Gatasnar“ með útaukningum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 2 L sl, slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 3 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 42 L eru á prjónunum.

„Gatasnar“ með úrtökum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 3 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 7 L eru á prjónunum.

ENDIR:
1. Ré: prj. 3 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 6 L)
3. Ré: prj. 2 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 5 L)
5. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 4 L)
7. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 1 L sl. ( = 3 L)
Prjonið 4 umf sléttar og fellið af.

Heklið Picot kant (Hnútakantur) utan um klútinn:
Byrjið með því að stinga heklunálinni í jaðarlykkju, gerið eina loftlykkju og fastalykkju í sömu L. # Heklið 1 fastalykkju, þá 3 loftlykkjur, tengið þær í fastalykkjuna sem þær eru heklaðar upp úr með keðjulykkju til að mynda hnút. Heklið fastalykkju i næstu jaðarlykkju. Endurtekið frá #. Heklað er í eina jarðalykkju fyrir hverjar 2 prjónaumferðir.

Slítið frá og gangið frá endum. Skolið úr klútnum og leggið til þerris.

Þær Ingigerður, Helga, Arnþrúður, Anna, Guðbjörg, Lilja, Lorya, Halldóra, Valgerður og Margrét eru meðal þeirra sem standa að Ullarvikunni, sem verður haldin í þriðja sinn nú í haust.

Þórey og Anna María með Líru.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...