Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Mynd / Ingvi Guðmundsson.
Fréttir 9. júlí 2014

Hófu seinni slátt í júní

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í gríðarlegan heyfeng um land allt, einu undantekningarnar eru þar sem ríkja sérstakar aðstæður eins og vegna kals sem á við um einstaka bæi,“ segir Sigurgeir Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Nýliðinn júní mánuður var einstaklega hlýr víðast hvar og  raunar voru bæði hita- og úrkomumet sett í þeim mánuði. 

Bændur í Eyjafirði hafa  margir lokið fyrsti slætti og náðu margir að klára síðustu dagana í júní, en það segir Sigurgeir raunar ekki óvenjulegt hin síðari ár í kjölfar þess að ný tæki og tækni hafa rutt sér til rúms við heyskap.  Sér vitanlega hafi bændur hins vegar ekki náð að hefja annan slátt í júní, en bændur á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit hófu slátt öðru sinni þetta sumarið síðustu dagana í júní.  „Það er heldur óvenjulegt og að ég held einsdæmi,“ segir hann.

Víða þarf að slá þrisvar í sumar

Þessi staða gerir að verkum að víða þarf að slá þrisvar og því má búast við að heyfengur verið með allra besta móti þegar upp verði staðið í haust.  „Það stefnir allt í að heyfengur verið gríðarmikill eftir sumarið.  Ég velti kannski meira fyrir mér núna hver gæði heysins verða en magnið,“ segir Sigurgeir en bætir við að vissulega hafi margir náð mjög fínum heyjum, en annars staðar hafi gras sprottið úr sér.
„Það er auðvitað ekki tímabært á þessari stundu að hafa áhyggjur af því hvort not verið fyrir allt það hey sem fæst eftir sumarið,“ segir Sigurgeir.
 

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...