Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 23. júlí 2021

Hnausplöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Þar sem við Íslendingar erum dálítið óþolinmóð þjóð viljum við stundum kaupa okkur plöntur sem eru eiginlega tilbúnar, orðnar stórar og stæðilegar og setja strax svip á garðinn.

Við gróðursetningu þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um.

Garðplöntuframleiðendur vita af þessum eiginleikum og rækta því ýmsar trjátegundir upp í stórar stærðir og með dularfullri ræktunartækni tekst þeim að láta plönturnar mynda þéttan róta­klump, svokallaðan hnaus, sem inniheldur fínrótakerfi plöntunnar og gerir henni lífið auðveldara þegar hún kemst á áfangastað í nýjum garði. Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.

Góður áburður og vökvun

Við gróðursetningu hnausplantna þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um. Í holuna er ágætt að blanda lífrænu efni eins og húsdýraáburði eða moltu, í þessum áburði er framtíðarnesti fyrir plöntuna og dugir henni nokkuð lengi. Gott er að hræra áburðinum vel saman við moldina sem fyrir er og svo er ágætt að reyna að koma áburðarblandaðri moldinni fyrir í hliðum holunnar, ekki bara undir plöntunni því þær rætur sem eru virkastar í að ná í næringu vaxa í efstu 10–20 cm jarðvegs.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

Svo er plöntunni komið haganlega fyrir í miðri holunni og moldinni mokað að, mikilvægt að hún standi ekki dýpra en hún gerði áður, við erum jú að gróðursetja hana, ekki jarðsetja. Þá er fyllt upp í afganginn af holunni með góðri mold, þjappað aðeins meðfram en þó ekki allt of mikið því ræturnar þurfa á lofti að halda líka. Eftir gróðursetninguna er svo plantan vökvuð vel með vatni og gott að vökva hana reglulega fyrstu dagana á meðan hún er að átta sig á nýja vaxtarstaðnum. Einnig er ágætt að dreifa eins og matskeið af tilbúnum áburði í kringum plöntuna eftir vökvunina, þetta er nokkurs konar skyndibiti og getur hjálpað henni af stað.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að binda hana upp, setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...