Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 18. maí 2020

Hluti sauðfjárræktar nær ekki lágmarksviðmiðum gæðastýringar

Höfundur: Ritstjórn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar.  Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt (LGS). Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur.

Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Sjálfbærni landsins

Meðal krafna sem LGS gerir, varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Þarna segir Ólafur að sé pottur brotinn.

Erfiðleikar við að afla upplýsinga leiddu til þess að Ólafur kærði málsmeðferð Matvælastofnunar til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn var Ólafi í hag og í kjölfarið fékk hann margs konar skjöl um meðferð landsins. Við skoðun gagna komst Ólafur að þeirri skoðun að margt hefði farið úrskeiðis og að þörf væri á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það gerði Ólafur í riti LbhÍ, „Á röngunni“, þar sem fjallað er um alvarlega hnökra á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt 

Mikilvægt að ekki sé stutt við ósjálfbæra nýtingu

Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda við þjóðina um stuðning við atvinnugreinina. Framkvæmdin varðar verulega fjármuni af almannafé en heildarstuðningur nemur 6–7 milljörðum á ári eða 60 – 70 milljörðum á 10 árum. Ólafur segir mikilvægt að það fjármagn styðji ekki við ósjálfbæra nýtingu lands.

Viðtalið við Ólaf Arnalds er í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem er aðgengilegur í spilaranum hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...