Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 18. maí 2020

Hluti sauðfjárræktar nær ekki lágmarksviðmiðum gæðastýringar

Höfundur: Ritstjórn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar.  Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt (LGS). Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur.

Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Sjálfbærni landsins

Meðal krafna sem LGS gerir, varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Þarna segir Ólafur að sé pottur brotinn.

Erfiðleikar við að afla upplýsinga leiddu til þess að Ólafur kærði málsmeðferð Matvælastofnunar til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn var Ólafi í hag og í kjölfarið fékk hann margs konar skjöl um meðferð landsins. Við skoðun gagna komst Ólafur að þeirri skoðun að margt hefði farið úrskeiðis og að þörf væri á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það gerði Ólafur í riti LbhÍ, „Á röngunni“, þar sem fjallað er um alvarlega hnökra á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt 

Mikilvægt að ekki sé stutt við ósjálfbæra nýtingu

Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda við þjóðina um stuðning við atvinnugreinina. Framkvæmdin varðar verulega fjármuni af almannafé en heildarstuðningur nemur 6–7 milljörðum á ári eða 60 – 70 milljörðum á 10 árum. Ólafur segir mikilvægt að það fjármagn styðji ekki við ósjálfbæra nýtingu lands.

Viðtalið við Ólaf Arnalds er í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem er aðgengilegur í spilaranum hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...