Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2018

Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015.
 
Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. 
 
Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014.
 
Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. 
Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. 
 
Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. 
 
Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. 
 
Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO
 
Rétt er að undirstrika að inn­flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. 
Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...