Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 11. febrúar 2022

Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þegar skoðuð er staða íslenskrar kjötframleiðslu í samkeppni við innflutning á síðustu fimm árum sést að hlutfallslegur innflutningur hefur mest verið að aukast á alifuglakjöti þrátt fyrir aukna innlenda framleiðslu samkvæmt tölum mælaborðs landbúnaðarins.

Á nýliðnu ári var 80,6% alifuglakjötssölunnar hér á landi íslensk framleiðsla en 19,4% var innfluttur. Hefur hlutfall íslenska kjötsins í heildarsölu á alifuglakjöti ekki verið lægra allavega síðustu fimm árin og hlutfall innflutnings aldrei meira.

Hlutur innflutts alifuglakjöts fer vaxandi

Á árinu 2017 var hlutfall íslenskrar framleiðslu í sölu alifuglakjöts 83,3%, en fór mest í 85,6% á árinu 2019. Sala á íslensku alifuglakjöti frá afurðastöðvum á árinu 2017 nam 9.530 tonnum, en var komin niður í 8.963 tonn á árinu 2021. Mest var salan á íslensku alifuglakjöti árið 2019 eða um 9.797 tonn.

Mest flökt í innflutningi á svínakjöti

Hlutfallið í svínakjötssölunni á milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hefur verið nokkuð rokkandi á milli ára. Þannig var ekki nema 74,6% svínakjötssölunnar árið 2017 innlend framleiðsla en 25,4% innflutt. Var það jafnframt lægsta hlutfall af innlendu svínakjöti í sölunni í fimm ár. Best var hlutfallslega staðan á árinu 2020. Þá voru 84,4% svínakjötssölunnar af íslenskum uppruna, en 15,6% innflutt.

Hlutfall innlends nautgripakjöts nokkuð stöðugt

Hlutfallið á milli innlendrar fram­leiðslu og innflutnings í nautgripa­kjöti hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin fimm ár. Þannig var hlutfall íslenska nautakjötsins á markaðnum 77,3% árið 2017 en 79,7% á síðasta ári. Hæst fór innlenda framleiðslan í 80,2% á árinu 2020.

Kindakjötið með algera sérstöðu

Kindakjötið hefur haft algjöra sérstöðu á íslenskum markaði þar sem samkeppnin við innflutning hefur nánast engin verið. Eina undantekningin síðastliðin fimm ár var á árinu 2019, en þá var 0,6% sölunnar á kindakjöti innflutt. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...