Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Í deiglunni 28. júní 2017

Hlíðarvatn í Selvogi

Höfundur: Gunnar Bender
Það voru nokkrir aðilar að veiða frá þeim veiðifélögum sem eiga veiðirétt í Hlíðarvatni í Selvogi þegar boðið var frítt að veiða í vatninu.  Eggert Sk. Jóhannesson kíkti í veiði í Hlíðarvatn þá og sagði menn vera að fá einn og einn silung en veiðin hefði mátt vera betri.
 
„Ég var mættur við vatnið klukkan tíu í morgun og var að veiðum í nágrenni við veiðihús Stakkavíkur. Ég var með netta flugustöng og notaði þessar klassísku flugur fyrir Hlíðarvatn. Auk þess tók ég með um hálfrar aldar gamlar flugur sem ég nota alltaf í veiði til heiðurs afa heitnum, Eggerti Skúlasyni frá Patreksfirði, en hann hefði orðið 100 ára á næsta ári. Flugurnar hans klikka aldrei þótt áratugirnir líði enda standast bæði handbragðið og snilldin á bak við hnýtingarnar tímans tönn.
 
Vatnið var frekar kalt en það var sól og lofthiti var 16–17 gráður þegar heitast var og því fínt að viðra sig í fallegu umhverfi og taka rykið af græjunum. En svo eru aðrir veiðitúrar framundan í sumar og þar eru mest spennandi Selá og Laxá í Aðaldal  þar sem þeir stóru halda sig – tuttugu plús. 
 
Við höfum kynnst þeim vel og við erum fáeinir  vinir sem komum þar árlega saman og eigum þar frábærar stundir og þegar að sett er í hann, þá er varla til meiri gleði og ánægja.“ 
 
Margir mættu að veiða við Hlíðarvatn, vatnið er skemmtilegt og veiðivon töluverð. Hlíðarvatn er eitt fengsælasta veiðivatn landsins. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...