Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilmundur og Erla Hjördís í jólaskapi.
Vilmundur og Erla Hjördís í jólaskapi.
Mynd / GHP
Líf og starf 21. desember 2020

Hlegið dátt í Hlöðunni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir.

Hlaðan, hlaðvarp Bændablaðsins, hefur nú verið í útsendingu í eitt ár. Einn af föstu liðum Hlöðunnar er þátturinn „Í fréttum er þetta helst“ þar sem blaðamennirnir Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fara yfir helstu efnistök nýútkomins Bændablaðs. Von er á nýjum þáttaröðum árið 2021.

„Við viljum kynna betur blaðið með þessum hætti, fara yfir blaðið stutt og hnitmiðað og vonandi fanga eyru hlustenda. Hlaðvarpið er skemmtilegur miðill þar sem hægt er að ná til fólks á annan hátt en með öðrum miðlum. Hlaðvarpið gerir það að verkum að fólk getur í raun hlustað hvar sem er, hvort sem er í bílnum, við eldamennskuna eða þegar fólk er á ferðinni. Þá getur það hlustað á þáttinn hratt og örugglega,“ segir Erla Hjördís.

Vilmundur er orðinn alvanur útvarpsmaður eftir árið enda er hann við stjórnvölinn í tveimur þáttum Hlöðunnar. „Á vissan hátt er þetta tvennt ólíkt. Í þættinum mínum Ræktaðu garðinn þinn get ég röflað að eigin ósk og þarf ekki að passa mig á því að tala ekki of mikið. Spjallið með Erlu er samvinna og við hlæjum mikið saman þó það komi ekki alltaf með eftir klippingu. Mér þykir gaman að vinna báða þættina en hvorn á sinn hátt,“ segir hann.

Þáttur um kántrítónlist í bígerð

Á nýju ári hyggjast þau Vilmundur og Erla Hjördís viðhalda reglulegum hlaðvarpsútgáfum, og von er á nýjum spennandi þáttaröðum.

„Nú er komin góð reynsla á Hlöðuna og sífellt bætast nýir þættir við og vinsældir hlustunar aukast í hverjum mánuði. Fyrirhugað er að hefja kántrí-tónlist til vegs og virðingar inni á Hlöðunni þar sem ég og Drífa Viðarsdóttir munum fara yfir yfirgripsmikinn heim kántrísins með fræðslu, viðtölum og hressandi kántrítónlist. Einnig má nefna að Hlaðan mun gera sitt á nýju ári til að ná til unga fólksins og fá til liðs við sig fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að kynna sveitina fyrir áhugasömum hlustendum,“ segir Erla Hjördís.

Á Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda­blaðsins, má nálgast fjölbreyttar þáttaraðir. Þar má nefna Kaupfjelagið, Skeggrætt, Havarí hlaðvarp, Ræktaðu garðinn þinn, Fæðuöryggi, Máltíð og Víða ratað.

Hægt er að kynna sér þætti Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og hlusta á þá í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...