Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristín Pétursdóttir selur kökumix með hjónabandssælu um allt land, sem upphaflega átti að vera minjagripur fyrir þá sem gistu á Litlabýli.
Kristín Pétursdóttir selur kökumix með hjónabandssælu um allt land, sem upphaflega átti að vera minjagripur fyrir þá sem gistu á Litlabýli.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. maí 2023

Hjónabandssælan alltaf góð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristín Pétursdóttir frá Flateyri hefur sett á markað kökumix undir heitinu Litlabýli. Er það með hinni sígildu íslensku hjónabandssælu og heimagerðri rabarbarasultu.

Hugmyndin kom þegar erlendir ferðamenn vildu kaupa kökur og flytja með sér heim, en óhentugt er að taka þær í ferðalag. Kristín og Ívar Kristjánsson, eiginmaður hennar, reka gistiheimili í Litlabýli á Flateyri og á Sæbóli á Ingjaldssandi. Þegar hún byrjaði með gistiþjónustu langaði hana að bjóða upp á heimagerð matvæli á morgunverðarborðinu og varð hjónabandssælan fyrir valinu, enda fljótleg og góð. „Kakan vakti mikla lukku og vildu gestir kaupa hana til að taka með sér. Eins og allir vita verður hún ekki mjög góð eftir margar vikur á ferðalagi og þá byrjaði hugmyndavinnan hvernig væri hægt að koma henni í söluvænar umbúðir sem gestir gætu tekið með sér,“ segir Kristín. Eins og með margt gott kom lausnin af kökumixinu í góðra vina hópi yfir kaffibolla.

Sultan frá Sæbóli

Öll framleiðslan á sér stað í Önundarfirði. Kristín og Ívar hafa komið sér upp löggiltu eldhúsi á Flateyri í húsnæði sem áður þjónaði hlutverki bílskúrs. Hráefnið í sultuna kemur úr rabarbaragarði ömmu Kristínar á Sæbóli á Ingjaldssandi. Garðurinn er staðsettur við gamalt reykhús og var öskunni þaðan gjarnan stráð yfir moldina, sem Kristín segir að gefi hið sérstaka bragð sultunnar.

Uppskriftin að sultunni kemur frá móður Kristínar, Elísabetu Pétursdóttur (Bettý), sem er bóndi á Sæbóli.

Rabarbarinn í sulturnar kemur frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Öll fjölskyldan kemur að tínslunni.

Sjálf kökuuppskriftin er byggð á uppskrift frá stjúpmóður Kristínar, sem ólst upp á Bæjum á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Þegar Kristín vann að þróun blöndunnar lét hún vini sína prófa, sem annars vegar eru reyndir bakarar, og hins vegar þá sem kunna ekkert að baka. Út frá því gat hún þróað uppskrift og bökunarleiðbeiningar sem ganga sem víðast.

Árið 2020 var Vestfjarðastofa með námskeið fyrir vestfirska smáframleiðendur. Kristín tók þátt í því sem varð til þess að kökumixið fór í vestfirska jólakörfu, sem seld var til fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu. Hún segir boltann hafa byrjað að rúlla upp frá því, en hún gekk í kjölfarið í samtök smáframleiðenda. Þann félagsskap segir hún afar gagnlegan, því annars vegar bjóða þau upp á námskeið og ráðgjöf, og hins vegar leita endursöluaðilar sem vilja íslenska framleiðslu til þeirra. Kristín hvetur alla litla aðila í matvælaframleiðslu til að ganga í áðurnefnd samtök, eða Beint frá býli, því aðgengi að þeirra þekkingu sparar mikinn tíma.

Aðspurð um viðtökurnar segir Kristín að þær hafi farið fram úr björtustu vonum, þar sem upphaflega hafi þetta verið hugsað sem minjagripur fyrir gesti Litlabýlis. Reynslan hefur sýnt sig að bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar kaupi hjónabandssæluna. Nú er kökumixið komið í verslanir víðs vegar um landið, eins og Melabúðina, Hagkaup og Taste of Iceland. 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...