Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Skagfirðinga á dögunum.

Verðlaunin fóru að þessu sinni til hjónanna Árna Björns Björnssonar og Ragnheiðar Ástu Jóhannsdóttur en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Það var einróma álit atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins að þau Árni Björn og Ragnheiður Ásta væru einstakar fyrirmyndir.

„Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau margoft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð.

Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhygð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar.

Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar,“ segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...