Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

Ljóðabókin ber heitið Hjartað varð eftir og hefur að geyma rúm fjörutíu ljóð. Þau eru mörg náttúrutengd og fjalla m.a. um hversdaginn, ást, trega og hvar ung manneskja staðsetur sig í tilverunni.

Ása Þorsteinsdóttir er fædd árið 1999. Hún ólst upp á Unaósi í Hjaltastaðarþinghá og tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Ása ákvað ung að hún ætlaði að verða skáld og hefur verið að yrkja ljóð frá sex ára aldri. Árið 2022 stofnaði Ása ásamt fjórum vinkonum ljóðakollektívuna Yrkjur sem staðið hafa fyrir upplestrarkvöldum og ristlistarvinnustofum í Reykjavík. Ása stundar nú kennaranám við Háskóla Íslands og hyggst verða íslenskukennari. Hjartað varð eftir er fyrsta ljóðabók Ásu en áður hafa birst ljóð eftir hana í Bók sem allir myndu lesa (2016) og Farvötn (2024).

Hjartað varð eftir er gefin út af Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Bókin er 53 síður og prentuð í Leturprenti.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...