Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjarðarfell
Bóndinn 19. október 2017

Hjarðarfell

Gunnar tekur við af föðurbróður sínum árið 2006, síðan hefur fjósið verið stækkað og nautgripum fjölgað. Fjárfjöldi svipaður.  

Býli:  Hjarðarfell.

Staðsett í sveit:  Í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Ábúendur: Gunnar Guðbjartsson, ásamt foreldrum sínum, Guðbjarti Gunnarssyni og Hörpu Jónsdóttur, rekur hann félagsbú.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Gunnar og Sigurbjörg Ottesen, ásamt dætrum hennar tveimur, Árnýju Stefaníu, 15 ára og Ernu Kristínu, 6 ára. Smalahundurinn Týra, innihundurinn Rómeó og fjósakisan Snælda.

Stærð jarðar?  Um 3.700 hektarar ræktað land, með leigutúnum um 140 hektarar.

Gerð bús? Blandað bú, aðallega nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? 540–560 vetrarfóðraðar kindur, 120–130 nautgripir – þar af um 43 mjólkurkýr – alltof mörg hross (hagasláttuvélar), 1 hani, 10 hænur og 2 svín.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Dagarnir byrja og enda alla jafna á fjósverkum og gjöfum. Svo eru ýmis verk þar á milli og jafnvel á ókristilegum tímum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og svo er haustið skemmtilegur tími, en allra leiðinlegast er að mála.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og fleiri nautgripir, líkur á að fé muni fækka.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það mun fara eftir því hvort það sé pólitískur vilji til að stuðla að öflugum landbúnaði.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í hágæða vöru á góðu verði, því ekki keppum við í magninu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, rjómi, mjólk og heimagerð sulta af einhverri gerð.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfillet í blaðlauks- og sveppasósu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kýrin Sletta 230 bar þremur Limosine-blendings kálfum fullfrískum. 

Svo er alveg merkilegt hvað kýr eru duglegar að bera á smaladögum.

3 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...