Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hitler með augum samferðafólks
Líf og starf 19. september 2025

Hitler með augum samferðafólks

Höfundur: Þröstur Helgason

Þess er yfirleitt ekki langt að bíða að nafn Hitlers sé nefnt þegar umræðan berst að Trump þessa dagana. Orðin nasismi og fasismi eru heldur ekki langt undan í slíkri umræðu. Nýir heimildamyndaþættir um Hitler, sem nú eru aðgengilegir á spilara RÚV, eru raunar sagðir framleiddir til þess að svara spurningum sem stjórnmálaþróunin vestanhafs og víðar um heiminn vekur nú. Í inngangi þáttanna segir: „Nú þegar popúlískir leiðtogar eiga á ný upp á pallborðið, lítum við á Hitler frá öðru sjónarhorni. Frá sjónarhóli vina hans, aðdáenda, stuðningsmanna. Fyrst þá getum við lært af sögunni.“

Þáttaröðin heitir Uppgangur Hitlers en íslenski titillinn sleppir í raun aðalatriðinu, viðtölunum sem þáttagerðin byggir á. Á frummálinu heita þættirnir: Dictator: The Hitler Interviews. Viðtölin sem um ræðir eru við fólkið sem þekkti Hitler best, allt frá fyrrum bekkjarfélaga hans til þeirra sem voru við hlið hans þegar hann reyndi að sigra heiminn. „Flest þeirra eru nasistar,“ segir í þáttaröðinni, „sum meðsek um stríðsglæpi. Fáum þeirra er treystandi.“

Von framleiðenda er að við getum skilið hver Hitler var og hvað gerði uppgang hans mögulegan þegar við sjáum manninn með augum fólksins sem þekkti hann.

Það sem kemur í ljós er ákaflega forvitnileg en um leið hrollvekjandi mynd af manni sem var dýrkaður og dáður af samferðafólki sínu, jafnvel eftir að það fékk vitneskju um glæpi hans gegn mannkyni.

Eins og fram kemur í þáttaröðinni eru viðmælendur flestir nasistar og fáum þeirra treystandi, en það er samt átakanlegt að horfa á fólk tala vel um Hitler. Það afhjúpar blinduna sem aðdáun slær marga, sömuleiðis vald. Það er beinlínis óhugnanlegt að horfa á þessa viðmælendur réttlæta fyrir sjálfum sér og áhorfendum fylgispekt sína við illmennið sem sjálft var auðvitað siðblint. Þegar upp er staðið vekur sömuleiðis furðu að þetta fólk skuli yfirleitt hafa látið leiða sig út í það að veita viðtal.

Þættirnir eru vel þess virði að horfa á þá, þó ekki væri nema til þess að minna á lærdóminn sem við ættum öll að hafa dregið af þeirri hörmungarsögu sem þarna er reifuð. Sjónarhornið er vissulega áhugavert og vekur vonandi til umhugsunar um lærdóma sögunnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...